sunnudagur, 29. janúar 2006

sunnudagur/

já, ég er að breytast í sunnudagsbloggara...

Helgin var fín.
Fór til Oxford í fámennt en góðmennt innflutningspartý í Fernhill Close. nánar tiltekið til Bjögga og Ellý.
fórum út að borða á ítölskum stað, svaka gasa rosa góður matur þar!
fórum svo á The Bridge og helltum í okkur hinum ýmsustu kokteilum... ég get svo svarið það, að hér er áfengið ekki jafn áfengt og á íslandi..
Ég og Ellý skemmtum okkur MJÖG vel við að gera grín að ensku kvenfólki..
það halda of margar stelpur að það að "geta rennt upp rennilásnum" þá passi flíkin.. ha??? nei???
hafði það mjög fínt, og alltaf janf gaman að tala íslensku annarsstaðar en bara í síma eða á webcam.

Gerði smá djók á árúnu á föstudaginn... undirbúningur hófst nú á fimmtudeginum.
Hún var nebbla EKKI ENNÞÁ búin að kaupa sér mic við tölvuna svo við gætum talað saman á Skype, já, algert hneyksli.
:)
Svo að ég panntaði á netinu og fékk jólasvein til að færa henni pakkann. headphone með mic. svo að við erum svakalega tæknivæddar og vona ég að við getum talað oftar saman :)
þið hin sem eruð með skype, endilega skráið mig, Leitið bara að nafninu mínu.

í gær gerði ég ekkert.
Var að passa...

já. og hey!

eftir smá puð setti ég á netið smá myndband frá Berlínarferðinni minni núna í jan (já 2006 ekki 2005)
Ekki fullkomið. :D enda var ég bara að prufa

endilega skoðið það hér!
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig