þriðjudagur, 17. janúar 2006

Komin heim frá Berlín


Komin heim og hef það fínt :D

Maturinn var æði... urðum allt of södd. Chili súpa í forrétt og svo eitthvað kjöt með káli og beikoni bakaði í ofni. voða gott. svo slógum við met í hvítvínsdrykku... 4 hvítvín og þegar það var búið var það bjór og þegar hann var búinn réðumst við á rauðvínsflösku eina eða 2.

Vaknaði kl 6 að íslenskum tíma, gekk frá herberginu og pakkaði niður. Kyssti svo strákana bless og skundaði af stað út í -10°C frost með töskuna í eftirdragi.
Minnið mig á að taka með mér vettlinga og húfu næst þegar ég fer til Berlínar.... brrr
tók U-bahn sömu leið til baka og ´ég hafði komið á föstudaginn. Þurfti að bíða eftir strætó eftir að ég var komin með undergroundinu. ekkert mál að bíða eftir strætó, en að biða í 10 mín í -10°C... jakks!
ég er á móti strætóum!!!!

Alveg ógeðslega mikið security á Schonefeld... fáránlega mikil!!!!
mætir manni brynvarinn bíll og svo þarf maður 2 sinnum að renna farangrinum í gegn um gengnumlýsingarskrímslið.
Svo kemur kona og káfar á manni... ussussuss...
það eru allir gay í berlín...
en allir fengu sömu meðferð..
hjúkk

flugið var fínt...
lenti í Englandi aðeins á undan áætlun og tók rútu upp á bílastæði og gaman gaman... það var sprungið á bílnum!
bretti því upp ermarnar og skipti um dekk á mettíma, og án nokkurra vandræða.
svo vildi ég nú ekki fara að keyra heim á þessu varadekki (max 80 km hraði) ógeðslega langa leið heim og það á hraðbraut!

ætlaði þvi bara að finna einhvern stað þarna hjá og láta laga hitt.. fékk einhverjar leiðbeiningar og villtist!! mjén
endaði einhversstaðar upp í rassgati, og ég á heima einhversstaðar niðrí rassgati.
Þar þurfti ég að bíða í 1 tíma eftir að fá afgreiðslu. Ég ógeðslega svöng og því meira pirruð... Var mikið að spá í að ryðjast inn á verkstæðið og segjast bara ætla að gera þetta sjálf!
En þetta hafðist og ég komst heim á endanum. svona 3 tímum á eftir áætlun :s
Já, og það eru komnar inn myndir !!!!!!!


Klikkið Hérna til að skoða þær
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig