sunnudagur, 29. ágúst 2004

Sunnudagur....

Góan da :) Föstudagur endaði í tómum rólegheitum. Fór upp í vinnu til Svenna til að lesa í íslensku enda enginn friður hér með þessa gröfu skóflandi upp öllu sem fast er beint fyrir neðan gluggann minn. Fór svo heim í sturtu og mætti svo heim til Svenna þar sem hann eldaði svaka fínt beikon og skinkupasta. Við erum alveg búin að snúa matarvenjum okkar við þar sem þetta var um 10 leitið og samræmist alveg við hádegismatinn sem ég var ekkert búin að borða.
Svo komu einhverjir gestir og setið var og spjallað fram á nótt, reyndar þagði Ragna óvenjulega mikið þar sem að ég vissi nú minnst um hvað þau voru eiginlega að tala enda öll vinir þarna úr FB.

Heilsan var mun betri á laugadaginn svo að ég fór á rúntinn og rakst þar á Árúnu í Vesturbænum vafrandi eins og týndur snjótittlingur. Við fórum því bara í ríkið og keyptum byrgðir fyrir kvöldið og kíktum svo aðeins í Kolaportið. Til að gera eitthvað meira af okkur brutumst við inn í X lausnir og skemmtum Sveppa og Svenna.
EFtir það lá leiðin heim á leið og við fleygðum okkur upp í rúm :) og söfnuðum smá kröftum áður en meik-öpp tíminn skreið í garð og síðan flugum við upp í Breiðholt það sem við fórum til Sveppa í grillpartý, ég hafði reyndar minni en enga löngun til að borða enda fann ég EKKERT bragð af neinu!! og árún pantaði pizzu með Jóhönnu... :) Í þessu partýi drukkum ég og Árún málningu og fórum í Box ásamt því að skoða klámmyndir ... semsagt, frekar óvenjulegt kvöld. Það kom svo að því að Árún fór í innflutningspartý til Jennýar vinkonu sinnar og ég og Svenni skutluðum henni þangað með því loforði að hún yrði að hitta okkur aftur á eftir. Þar sem Ragna snéri aftur í Breiðholtspartýið án Árúnar hóf hún að drekkar frekar óhóflega og engin tala fæst staðfest yfir fjölda drykkja.
Niðrí bæ lá svo leiðin með Bjögga, Ellý, Sveppa og Svenna þar sem við kíktum við á Hressó... og víst líka eitthvað á Viktor. Þar hitti ég nú strák sem þrumaði á mi kossi og spurði hvort að ég væri nú ekki til í að koma með honum heim... eeehhhhh, veistu, nei! Var reyndar að skoða myndina sem ég tók af honum í gær (var með myndavélina) og hann leit nú muuun verr út í minningunni!!! helvítis! jæja.... svona er þetta bara :)
Einhvernveginn hefur Ragna komist heim þar sem hún vaknaði í Rúminu sínu með óráði.
KFC varð fyrir valinu hjá mér og Jóa í hádegismat og síðan fór ég og dró Svenna út í góða veðrið og niðrí bæ þar sem ís var étinn á meðan við fylgdumst með öndunum á tjörninni, og BTW, þar voru nú eiginlega engar endur, aðallega frekir og háværir Nemo mávar :)

Er semsagt komin heim og ætlaði svo aldeilis að leggja mi því að ég var orði svooo þreytt,, en neiii ekkert örlaði á þessari þreytu þegar ég var komin upp í rúm tilbúin að slást við drauga og risasnúða í draumheimum.

Kvöldið er algerlega óráðið en kannski maður reynir að læra eitthvað þar sem grafan er í helgarfríi...
:)

Sjáumst síðar.
bæbbz
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig