Jæja... Dagurinn í gær fór fram úr öllum vonum enda náði ég að mæta í alla tíma og kaupa jarðfræðibókina, var nefla send heim í jarfræði þar sem ég var ekki búin að kaupa bókina... En það skipti litlu, þurfti bara í staðinn að skila verkefni tímans yfir netið í gær.
Jarðfræðitíminn fór því í ísferð með Svenna Akerlie sem endaði fyndnari en ætlað var, enda steyptist Ragna á hausinn með ísinn í annarri fyrir utan búðina, engin stórslys hlutust af í þetta sinn nema 2 sár á ristunum, eitt á hnénu og marinn sköflungur, annar líður mér bara vel. Grey Svenni fékk alveg sjokk að sjá mig detta þarna í voða slóv mósjon en ég reyndi að segja honum það að hann yrði bara að venjast þessu enda er ég alltaf á hausnum og að meiða mig einhvernveginn... :)
Anyway...
Undir kvöldið fór ég til Svenna og endaði í svaka pizzaveislu með mömmu hans, eftir letikast fórum við svo í heimsókn til..... úps... Allavegana Bjögga og ...... Ester, Ellu, Elínu. Hjálp Svenni!!!
Allavegana endaði þetta með því að allir fóru seint að sofa.
Í gær var farið að örla á hálsbólgu og hausverk hjá ungfrúnni sem er búið að stökkbreytast og breyttist í hausverk, voða hálsbólgu, svíííma og svo svííííta, flökurleika og brenglaða sjón...
(Þeir sem vilja nánari útskýringar mega hafa samband... ) :p
Morguninn var heldur furðulegur....
Það eina sem ég sagði frá 8,30 til 9,50 var "já og þetta líka takk" Þarna sló ég örugglega persónulegt met í þagmælsku.
Þið þarna sem hugsið :"Þetta getur ekki staðist" Þá er Virkileg ástæða fyrir þessu. Ég var nefnilega í tvöföldum táknmálstíma í morgun. Ekkert smá hvað ég var að springa úr hlátri allan tíman því að kallinn (kennarinn) sem heitir Trausti og má oft sjá í Táknmálsfréttum er auðvitað heyrnarlaus og er með svo fyndin svipbrigði allan tíman þegar hann er að reyna að að segja okkur eitthvað að þetta er eins og sitja á sýningu hjá drepfyndnum lárbragðsleikara! :)
En maður skilur hann alveg samt.
Jæja, gott í dag, ætla að leggja mig og sjá til hvort að mér takist ekki bara að bestna....
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)