miðvikudagur, 25. ágúst 2004

Gröfumartraðir

Ekki nóg með að ég hafi dreymt alveg skelfilega mikinn rugldraum um snúða og hringtorg þá vaknaði ég eldsnemma í morgun, skóflaði í mig Kellogg's og fattaði að tíminn byrjaði ekki fyrr en rétt fyrir 9.... svo að smá kúr var leyfilegt í morgun :) Alveg þangað til að einhver grafa fór í gang fyrir utan heima og fór að moka upp bílastæðinu, mér var nú náttla ekki alveg sama um það þar sem Trausti litli stóð aleinn út á hlaði og það var meira að segja búið að loka hann inni með keilum og látum. Svo að þegar ég kom út stóð litli vesalingurinn með beyglurnar á húddinu alveg hríðskjálfandi úr taugaveiklun... Var ekki lengi að keyra niður keilurnar og þeysast í burtu.

Dagskrá dagsins er algerlega óákveðin, nema svona undir kvöldið. Þá ætla ég nefnilega að fara snemma að sofa.

Síðan ég flutti í bæinn hef ég verið að kynnast hinum og þessum stórsnillingum sem láta mig finnast það að vaka með þeim sé miklu betra en að sofa, sem er reyndar kannski alveg rétt, því að þá missi ég ekki af samverunni með þeim :))


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig