mánudagur, 30. ágúst 2004

Kaldur raunveruleiki

Það er fátt sem ýtir manni fast inn í kalda raunveruleika vetursins er það að þurfa að fara í peysu þegar þú ferð út og ríghalda í hurðina á bílnum þegar þú opnar hana svo að hún fjúki ekki í burtu ásamt laufblöðunum sem losna nú eitt af öðru af trjánum.
(Fæ að stela þinni aðferð með litatextann Ingibjörg.. :) )

Tilfinningin sem maður fær þegar maður les eða heyrir veðurspá dagsins sem segir manni að það sé spáð rigningu og roki og versni um kvöldið er þannig að maður fellur í þessa ótrúlegu ró og grínið og glensið er geymt einhversstaðar í kvótageymslu fyrir sólardagana.
í staðinn fyrir bullið vil ég mun frekar til í að eyða deginum í að skrúbba íbúðina, kveikja á ilmkerti, og baka svo einhver býsn... bara af einhverju...
Enda er ég í dag, í þessu veðri sem hefur farið versnandi með hverjum 15 mínútum er ég búin að baka muffins og eplaskífur ásamt því að elda spakk og hagettí, og ekki má ég gleyma að nefna ilmkertið og þrifin.

Svo er fínt að elda kvöldið með rúnti í rigningunni með ekkert úbart og kíkja í heimsókn til gamalla vina og spjalla um daginn og veginn...

Svona á maður að gera í svona veðri.
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig