mánudagur, 31. maí 2004

10 puttar heilir

Góðan dag. í morgun var það bara rise and shine... En samt á kristilegum tíma eða um hálf tíu. Eftir hina morgunlægu tannburstun, sléttun á óstýrlátum lokkum og maskara brummaði Trausti litli í vinnuna með mig innanborðs.
Þar beið mín hinn brostmildi Willi sem ég hef tekið ákvörðun um að reyna að kenna íslensku. Hann verður sjálfast helvíti góður í henni ef þetta tekst því að ég tala hraðar en flestir íslendingar á plánetuinni Jörð og verður hann að hlusta hratt. :)
Fyrsti dagurinn í vinnunni er alltaf eins aulalegur og maður getur mögulega verið en þessi var öðruvísi. Willi duglegur að láta mig hafa verkefni og ég held að ég hafi bara spjarað mig dátlli vel sko. Samt smá málörðugleikar, ég nebbla skil ekki alltaf þýsk-enskuna svo svona stundum læt ég hann reyna að segja það bara á þýsku. Það virkar ótrúlegt en satt!! Og ég sem var búin að naga þýskubækurnar og brenna Ein Mann zuviel af því að ég hélt því fram að þessi þýskukunnátta myndi ALDREI koma að góðum notum.
Anyway.
Held að rabbabbarakakan hafi verið æt, túnfisksalatið ágætt og fiskarnir 40 sem ég slægði alls ekkert svo sundurskornir, jah, nema á réttum stöðum þá :)

Hey.

Pæliði í þvi
Þráinn bróðir minn er 17 ára á morgun. 1. júní...
jemundur minn.
kominn með bílpróf í kvöld kl 12
Held að við þurfum að búa til fleiri bílastæði fyrir framan húsið okkar.

Til hamingju með ammilið brósi

en þangað til næst.
C YA
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig