laugardagur, 22. maí 2004

Vinna í gærnótt hvað á að gera í kvöld

Var að vinna á barnum síðustu nótt...
Bjóst nú ekki við einhverju rosalegu þó að ég ætti von á að körfuboltaliðinu á barinn sem var að slútta tímabilinu úti á tjaldstæði.
fyrir 12 var ég samt búin að þrífa ælu, tala við 6 graða þjóðverja sem ég dældi í hálfa brennivínsflösku sem sögðu í öðru hverju orði "iceland ist super!"
Þeir töluðu varla um annað en hve mikið þeir elskuðu ísland, og það sem verra var að ég skil smá í þýsku og svo virðist sem þeir elski íslenskar stelpur líka. Sat því uppi með þjóðverjaslef og fullt af tipsi þegar þeir fóru því að þeir voru svo ánægðir með þjónustuna og vildu ENDILEGA fá að kyssa mig og faðma mig bless.... brrr.
Mér var samt farið að detta í hug að segja einhverja setningu við þá á þýsku og kanna viðbrögðin þegar þeir myndu fatta að ég hefði verið að skylja allt sem þeir sögðu!! :)))
Einhverjir leiðinlegir feðgar kíktu líka við sem pexuðu og rexuðu tuðuðu og tautuðu drápu örugglega hvorn annan þegar leið á nóttina en mér er sama, þeir voru farnir af barnum
Körfuboltaliðið mætti svo á svæðið rétt fyrir lokun og græjurnar voru tjúnaðar og stiginn dans langt fram á nótt.
Held að ég hafi verið komin heim um 4 svo

Vil óska Arnari Má, Arnari Pál, Rannveigu, Sigrúnu, Ragnheiði, Ragnheiði frænku, Elvu, Kristel, Önnu, Sylvíu og hinum sem ég er að gleyma til hamingju með útskriftina

Togstreytan núna er hvort að ég eigi að nenna í bæinn í útskriftir eða vera bara í gömlu góðu Vík....
Ætla að hugsa það aðeins frekar....
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig