mánudagur, 24. maí 2004

Mánudagur.... til mæðu?

góðan dag allir saman
svo virðist sem að sumarið sé komið fyrir fullt og allt. :)
Það rættist mjög úr laugadeginum. Ég söng á harðkjarnatónleikum í Leikskálum (já ég veit, kannski ekki aaaalaveg minn stíll :) en tókst mjög vel) Eftir það var tekist á við að opna bjóra og sótti Atli Már mig á rúntinn. Eftir nokkra hringi með hamborgarabrosmanninum Helga skunduðum við inn á kaffihúsið og átti ég þar góð samtöl við nokkra....
En svo gerist það eins og alltaf að manni er hent út, ekki vegna óskpekta samt ;)
Var þá stefnan tekin heim til Sæunnar í formlegt STELPUpartý með frosnu hvítvíni og sítrónudropum á meðan strákarnir héldu voða leynilegt STRÁKApartý einhversstaðar út í bæ :) missionið var að halda lengur út en strákarnir, hehe
Svo um 6 leitið leit ég eitthvað út um gluggann heima hjá Sæunni :))))
Hvað haldiði að ég hafi séð!!!!
drapst næstum úr hlátri.
Skríður ekki upp brekkuna Bitaboxið fræga (Þeir sem skilja ekki þá er þetta litill bíll sem er samt einhversskonar sendibíll.. en alls ekki sendibíll.) og inni í því eru 11 manneskjur, jah, eða strákar á leið úr strákapartýinu. Finnst mér magnað að bitaboxið hafi komist alla leið en það gekk eitthvað hægt! :) hóstaði, hnerraði, skalf og var alveg skíthrætt á leiðinni, grey bitaboxið. En hafði þetta þó.
Þeir höfðu allir ansi gaman að því að hafa komist en þeir höfðu verið MJÖG lengi að koma því i gang. Voru að ýta því í gang, sjáið ekki fyrir ykkur 11 karlmenn sem vita allt um það hvernig á að koma bíl í gang hlaupa um með eitthvert bitabox sem svo eftir allt er í bakkgír :))))))))))
jæja. Stelpupartýið vann þar sem strákarnir komu til okkar.
Um 7 leitið tók ég því göngutúr heim, ekkert SMÁ gott veður!!! tók auka hring í leiðinni, synd að fara að sofa samt :( Ætlaði því aðeins að leggja mi, vakna snemma, fara í sólbað og svo ætluðu allir að mæta í þynnkuborgara í skálanum kl 1300. Fúsi hringdi i mig rétt fyrir eitt.... Var eiginlega ekki með lífsmarki, og alls ekki til í að fara í sund. :)
Fattaði það svo seinna þegar ég vaknaði að ég hefði skrópað í þynnkuborgaranum. En það var nú allt í lagi,það gerðu allir hinir líka :)))
Skrapp svo í sund með fúsa og fríðu um kvöldið. Talaði mikið við Óskar snilling og drukknaði næstum í heitapottinum. :)
Interesting helgi :)
Reikna með að fara að vinna eitthvað í vikunni... ekki seinna vænna.
Er farin að leiðast það mikið að ég er farin að spá í að taka upp heklið.
en, þangað til næst
bæbbz

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig