miðvikudagur, 26. maí 2004

Mánudagur

Dagurinn virtist ekki ætla að verða neitt neitt.
Svaf út. því að ég var búin að snúa sólarhringnum við eftir laugardagsævintýrið og vaknaði kl 12... :/
Fór svo út í Framrás og þreif þar allt hátt og lágt!! Svona án gríns, fann helvíti myndarlegan myglaðan ísskáp til að þrífa, ógeðslega skítugt gólf og 5222 skituga bolla :) Gólfin voru svo skítug að það það þurfti áð skúra þau 5 sinnum yfir til að fá þau hrein! En kannski ekkert skrítið að gólf séu skitug á palli fyrir ofan verkstæði??? :)
Um 5 sagði ég upp og fór enda ætlaði ég að koma bara daginn eftir og taka klósettin í gegn :) jammsí
Náði því að grípa í smá sólargeisla á pallinum áður en ég eldaði fyrir pabba enda við bara 2 ein heima þar sem þráinn var í bænum með mömmu að taka bílprófið (þráinn semsagt) sem hann reyndar BTW náði... Til hamingju!
Góðverkunum lauk ekkert með kvöldmatnum. Því eftir mat fór ég út í íþróttahús, littla kofan á vellinum sem VAR mikið prýði :) og tók til þar með honum. Sópaði allt gólfið og fórum svo út á ruslahauga með eitthvað drasl. Drösluðumst við svo þaðan með spítuanga sem Fúsi ofursmiður ætlaði að negla í götin á gólfinu. :) hehe
Svo kom neyðarkall frá jeppabílstjóra, þessum með flöskuupptökurunum á framstuðaranum . í miðri brekku ákvað hann að gefa ofursjerókííínum í og með ótrúlega litlum óhljóðum drapst bara á honum. Fyrsta greining var að hann hlyti að vera rammaggnslaus og kom ég með startkapla til hans. Eftir mikið más og blás var fyrsta bilanagreining niðurfelld og hann dreginn inn í skúr af Renault Clio og breitt vandlega fyrir hann. Er hann víst til sölu.
Fór ég síðan í Golf :) Með Sigga Gými og Helga. Helgi hló einhver reiðinnar býsn af mér þegar ég byrjaði enda get ég ekkert !!!! Hann hló samt aðeins minna og ég mikið meira þegar hann fór að reyna sjálfur...
Komumst heilan hring klakklaust með engri týndri kúlu, þó svo að stundum voru þær taldar af. Þegar það gerðist settum við Siggi upp svæðisstjórn og skipulögðum breiðleit :) Bar alltaf árangur :))))
fundum meira að segja eina auka. ! :))
Sló samt vallarmet!!! :) og tel mig vera mjög stolta af því !!
eða þar að segja í MIKLUM fjölda högga :)SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig