mánudagur, 19. janúar 2004

Mikil helgi þetta.....
Stefnan var tekin aðeins fyrr en áætlað hafði verið á Sumarbústaðinn og ég fékk úthlutað leyfinu í sambandi við viðbygginguna. :) Kippti Steinþóri og tróð honum í sætið hliðina á mér og hann taldi það vera lítið pláss fyrir hina. :) Þarna var farið að snjóa smá og takmarkið að komast í bústað áður en það yrði ófært. Á Selfossi kippti ég svo Elísabetu inn í bílinn og passaði að loka hratt svo að hún myndi nú ekki velta út með hinu draslinu :) Var svo keyrt aftur út úr Selfossi og stefnt á Laugarvatn en þar beið Maggi (ekki tilbúinn þrátt fyrir 2x meiri tíma en við til undirbúnings) Þarna var veðrið aðeins farið að versna og Björgunarsveitin farin að rúnta þarna í hringi en við ákváðum að gefa bara fastar í og spóla yfir bjsv bílinn svo að hann myndi ekki elta okkur þar sem að það virtist vera öruggt að bíllinn minn var kominn fram yfir útivistarleyfi lítilla bíla í vondu veðri. ANYWAY!!! Bústaðurinn fannst! :) Ekkert mál það því að það kom svo í ljós að ég hafði verið í honum áður (Vonaði bara að hnífar og löggur kæmu málinu ekki við núna) Pakkað var úr bílnum og ég sver það að ég heyrði hann segja PJÚFF þegar hann var orðinn tómur og þurfti ekki lengur að burðast með allt þetta vín og ruglaða fólk með allan sinn farangur. Bjórarnir voru opnaðir, vídjóið stillt inn (gátum svo ekki horft á Idol þar sem að stöð 2 var einhversstaðar víðsfjarri Úthlíð) Steinþór og Magga var svo úthlutað potta-umsjónarmannastarfinu en eitthvað misfórst þarna í fyrstu tilrauninni þar sem að við fórum upp úr honum aftur eftir 30 sek eldrauð og skaðbrunnin enda var hann víst svo eitthvað um 50 gráður. Vá hvað þetta var heitt, allavegana svipað og í helvíti (er sko búin að fara í starfskynningu þangað :) ) Ég tolldi nú ekki lengi í þessum potti enda var rosalega mikið frost og hífandi rok, reyndar frétti ég svo af krökkunum að það hafði lægt um LEIÐ og ég fór inn.... hummmm... :) hehe. í staðinn sat ég inni og drakk mig pissfulla hlæjandi yfir Disney-mynd helgarinnar og var því orðin fín þegar krakkarnir ultu inn (Steinþór var orðinn eitthvað freðinn þó enda var hann orðinn stílisti helgarinnar þar sem hann var búinn að setja hárið á sér í einhverja svaka greiðslu og svo á fáránlega stuttum tíma fraus hún svo að hann var eins og fullur íspinni (Ef þið kannist við það.) Hey ég má ekki gleyma!!! Áður en ég fór inn þurftum við náttla að hlupa hringi í kringum bústaðinn og velta okkur í snjónum (í þessu líka fííína veðri :) )
Farið var snemma að sofa :) Einn DRAPST upp úr 12,30 en ég og maggi héldum okkur vakandi með Friends til 2 :) Um 5 svo um morguninn vöknuðu allir svo þar sem að Skaflar voru í rúmunum okkar reyndar var Steinþór eitthvað meira skelfdur þar sem hann vaknaði nakinn!! og vissi ekkert hvaðan að honum stóð veðrið ,ég sagði honum að það væri snjókoma :) Og án gríns þetta með skaflana í rúmunum!!!! :))))) Opnuðum nebbla gluggana hjá okkur þar sem að það var hiti í gólfinu þarna og roooosalega heitt því þarna inni fyrir okkur sveitafólkið. Mokuðum því snjónum niðrá gólf og létum hann bráðna þar og fórum að sofa aftur
Þar sem einn aðilinn hafði farið svona skyndilega snemma að sofa vaknaði hann svo náttúrulega manna fyrstur og skreið því fram í stofu (enginn hiti í gólfinu þar :( svo að hann tók með sér sæng... ) og horfði á morgunsjónvarp baddnnanna. Svo seinna meir var kallaður út sjúkrabíll til að gefa hinum stuð og koma þeim til lífsins. Eftir kókópöffs, núðlur og geisp var ákveðið að reyna að stinga tánum í pottinn en það tók svipaðan tíma og kvöldið áður, lækkuðum hitann meira og stukkum aftur inn í hálftíma þar sem að við ætluðum ekki að hafa kjötsúpu fyrr en á sunnudaginn! Elísabet talaði samt bara við kærastann (eiginlega í fyrsta sinn í ferðinni :) ) og átti svo gott spjall við koddann í lúxus ruggu-leður-sófa-stólnumblessunarlega vorum við hin öll einhleyp og gátum því skemmt okkur í pottinum saman án teljandi vandræða :) . Stakk svo einhverri rósablaðakúlu með einhverri rosalegri lykt ofan í pottinn svo að strákarnir höfðu eitthvað að gera þegar ég stakk af úr pottinum... semsagt fara í veiðiferð og veiða rósablöð hehe.
Lifandislöngu hafði ég ákveðið að skreppa svo á laugardeginum upp á Gullfoss og Geysi en þegar við vorum búin að pakka okkur í föt og ræsa kaggann sáum við að það voru víst skaflar á fleiri stöðum en í rúmunum okkar og alls ekkert búið að moka veginn. Vegurinn í átt að Geysi var alveg bókað mál ófær fyrir Trausta (stóra) en í hina áttina var eitthvað meira troðið. Ákvað því að standa hann á Laugarvatn og það var alveg sama hvað það var mikill snjór á leiðinni (Krakkarnir voru nú eitthvað efins stundum að hann kæmist en ég taldi þeim trú um að þau væru 3 og gætu þá bara ýtt bílnum ef hann festist.) Það var þvi ákveðið að við skyldum komast og ég ætlaði sko ekki að láta´draga hann eða festa hann því að það hafði mér aldrei tekist áður! :) maður hefur sko dignity. Á Laugarvatni komumst við svo að því að vegurinn sem við höfðum farið á jeppanum mínum væri raunverulega skrifaður LOKAÐUR vegna ÓFÆRÐAR! :) Nú var Trausti sko monntinn, í þakklætisskyni fyrir að hafa komið okkur þangað gaf ég honum ísvara og smurolíu :) Þegar við vorum búin að spítta og spóla til baka sáum við að það hafði einhver konungborinn mokað gullfoss/geysi veginn svo að ég stýrði klárnum þangað. En ALLT í einu hafði þessi falskborni konungssonur HÆTT að moka á miðri leið svo að Trausti litli tók flugið beint á ská og svo alveg á hlið og steig óla skans þarna á miðjum veginum nokkra metra. Þarna leit þetta illa út. Nú væri frægðarför hans búin. En viti menn! Hann burraði þarna í burtu, sleikjandi stikurnar (var ekki stór skafl þar) og komst heim í bústað þar sem honum var lagt þangað til að það liði að heimferð. Videotækið kom þarna til sögunnar aftur og lágum við og horfðum á vídjó með nammi þangað til að við brenndum okkur hamborgara, ofnbökuðum kjúkling með teiknaðri sósu og ímynduðum kartöflum og átum með góðri lyst. mmmmmm
Við kunnum orðið á pottinn og reyndum eiginlega ekkert að brenna okkur á honum í þetta skipti en þegar í hann var komið stakk ég annarri rosakúlu fra Lush (ætli ég fái ekki styrki út á þessa auglýsingu) sem innihélt 3 bala af glimmeri!!!!!! :) glimmerið virtist svo sækja meira í strákana en okkur og urðu þeir svona líka glimrandi sætir og fínir. Hefðu þeir verið bílar, hefðu þeir verið sanseraðir... :) Steinþór stakk sér í snjóinn áður sem oftar og gat ekki beðið með að stökkva úr pottinum aftur, út í snó, þegar ofan í pottinn var komið aftur. Þar sem ég nenni ekki voða mikið að sitja í pottum strauk ég aftur inn og ætlaði í sturtu en vatnið í sturtunni hitnaði ekki!!! jú ég lét renna nógu lengi (með stillt á heitt) lét renna í 40 min og gafst þá upp.
Um kvöldið var lítið brasað en farið var i Trivial Pursuit með drykkjuspila-ívafi en engin teljandi ölvun var á liðinu. Mikið var samt pælt í því við hvern Maggi hafði verið að smsa um nóttina og lýsi ég því hér með yfir að ég veit hver átti mót-smsin til hans :)))))))
Sunnudagurinn tók á móti okkur með ENGU heitu vatni í bústaðinum, jú nema í suðupottinum á pallinum. Kom svo indæll piltur og þýddi vatnsleiðslurnar :)
Tiltekt fór fram án teljandi breytinga, stelpurnar tóku til og þrifu meðan strákarnir söfnuðu glimmeri í pottinum :)
Þegar allt var klappað og klárt og komið út í bíl kom í ljós að ekki var allt með felldu!!!!!!!!!!! Trausti..... þessi trausti bíll hafði grafið sig í fönn um nóttina og var pikkfastur!!!!! Kom því þessi indælis piltur aftur sem bjargaði heita vatninu okkar og kippti í Trausta sem var kominn með nettan pirring á að sitja þarna fastur enda er hann ekkert voða þekktur fyrir að vera kyrr allt of lengi.
Heimferðin gekk vel, engar festur, enginn óli skans eða neitt þar sem að nú var búið að eyðileggja allt fjörið og moka svo að við enduðum í okkar rúmum á sunnudagskvöldið.....


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig