föstudagur, 23. janúar 2004

Þarf nú eila að viðurkenna soldið.... :) ég varð bensínlaus þegar ég var úti að borða.... Bíllinn balasta steindrapst og harðneitaði að fara í gang aftur. Sendi þá sms í dulargervi smss frá neyðarlínunni til mömmu og pabba (í báða símana svo að þau myndu örugglega sjá þetta) um að mig vantaði eiginlega 5 lítra af bensíni....
Biðum ég og sá ónefndi bara og átum í bílnum sallaróleg. (So sáu mamma og pabbi og þráinn hann, var ekki lengur leyndardómur yfir þessu :( ) Djöfull var ég samt fegin að verða ekki bensínlaus á miðri miklubrautinni. ég hefði borað mér leið í gegnum gólfið, og grafið svo riiiisa flóttagöng því að ég myndi skammast mín svo mikið, sérstaklega fyrir að verða bensínlaus á Dihatsu Charade!! sem á practicly ekki að eyða neinu.
Fékk alveg gríðar sniðuga hugmynd svo í eyðunni eftir mat í gær.. Kannski ég skreppi balasta á selfoss og kíki á strákana mína. Sendi því næst sms til Fúsa um að ég yrði hjá þeim í mat... Planið var svo lengi vel að vera so komin í bæinn attur um 9 leitið og hitta sonju en það klikkaði svo eins og svo andskoti margt annað. Þegar tíminn var tímalega búinn kippti ég svo Árúnu upp í bílinn og við brunuðum af stað yfir heiðina háu. Vissi af Einsa peinsa vera að passa snow.is sleðaleiguna upp í litlu kaffistofu og ákvað að kíkja aðeins á pattann. Sendi honum smess hvar hann væri og hann svaraði um hæl "litlu kaffistofunni". Þrammaði því næst þar inn um dyrnar í fínu bull stuði og fann hann svo snúandi baki í mig með hönd undir kinn að lesa DV með einhverjum 2 mönnum á borði sem ég þekki ekki en ég beygði mig niður hliðina á honum og spurði hann hvort að það væri ekki gaman?! verða þá mennirnir á móti honum eitthvað glottandi og lítur þá Einsi við! Þetta var EKKI EINSI!!!! MEENNNN!!!! og kaffistofan FULL af einhverjum vörubílsstjórum. Ég roðnaði því fram úr hófi og sagði að þetta væri vitlaus maður!! men, allir skellihlógu meðan ég forðaði mér sem hraðast út með árúnu grenjandi út hlátri á eftir mér. Það er sko ekkert sældarlíf að vera ég. Hringdi svo í Einsa og spurði hann hvar hann eiginlega væri "ég er út í MAN" var svarið. ehhh. það er sko EKKI sama og litla kaffistofan þar sem MAN-inn var staðsettur langt frá húsinu.
Fúsi, Krulli og Rútur voru hressir að vanda og elduðu fyrir mig alveg rooosa góðan mat sem kallast Drulla í potti og var Svínahakk
Mexíkönsk grýta
Bakaðar baunir
pulsur og
ostur

Magnið fæst ekki upp gefið vegna leyndar á sérstaka bragðinu.... :) En þetta var mjög gott!!!
Þar sem að ég var á Selfossi og það var Fimmtudagur er alltaf eitthvað að gerast .... :p Oxford Street voru að spila á Pakkhúsinu og kippti ég Árúnu með þangað ásamt Fúsa sem ætlaði að vera edrú en var eiginlega allt annað en það. :)
Hittum við voða fáa sem við þekktum, eða allavegana ég nema sáum eitthvað unga dansmey sem við könnuðumst við stíga villtan og trylltan dans :))))
Ekkert markvert gerðist svo nema kannski að ég fékk 3 stk. ástarjátningu (það er nú tími kominn til) og grátbeðin að kyssa einhvern mann!!!!!!!!!!! hélt nú ekki. jakk!
Á ferðinni út úr Selfossi rakst ég svo á þessa villtu dansmey vagnrandi eftir veginum og eftir smá umhugsun hvort ég ætti að keyra í pollinn sem var hliðina á henni og gefa henni smá gusu og svo stoppa hjá henni og bjóða henni far eða bara stoppa án skvettinga og bjóða henni far ákvað ég seinni kostinn enda er ég ekki talin grimm manneskja (Vona ég :/ )
ANYWAY er komin í heiðardalinn með allt lyfjabúrið og ætla að láta reyna á hvað ég get sungið á hljómsveitaræfingunni...

Ferðin yfir heiðina gekk ekki alveg sem skyldi en hafðist þó og var komin heim í rúm aaaðeins seinna en
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig