föstudagur, 16. janúar 2004

halló hæ!!!! :) í dag er runninn upp sá dagur sem ég hef beðið eftir síðan í gær :))) í dag er ferðinni heitið upp í Úthlíð í afslöppun. Veðurspáin er snjókoma, snjókoma snjókoma og ég get ekki beðið með að sitja í heitum potti eða einhversstaðar upp í sófa og slaka á...!!! AH!!! Við erum að fara staffið af Halldórskaffi til að slútta síðasta sumri (Rétt í tæka tíð að gera það núna fyrir næsta sumar :) ) Ekkert voða margir hafa séð sér fært um að mæta en nokkrir gallharðir starfsmenn ætla að láta sjá sig. Og eins og venjulega er ég búin að lofa allt of mörgum með mér og með allan farangurinn og matinn og vínið og allt draslið er eiginlega held ég ómögulegt að koma þessu fyrir í Trausta.. :) hehe. Ég ætla að fara núna upp á Byggingarverkfræðiskrifstofu og sækja um leyfi fyrir viðbyggingu á Trausta greyið... Þó að það verði nú ekki nema bráðabirgða. híhí.
Í gær gerðist ég trúuð.
Fór á Dúndurfréttir á Gauknum í gær. Jésús Pétur fór hamförum í söng á lögum með Pink Floyd og Led Zeppelin og hljómsveitin var bara öll hin besta.... :)
Jæja. Þarf n´nua að huga að viðbyggingunni. Sjáumst hress og endurnærð...
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig