miðvikudagur, 14. janúar 2004

Þetta er nú alveg rosalegt hvernig Reykjavíkin er að fara með mann. Hvað haldiði að ég hafi látið plata mig í í gær. Já, í Bílasölurúnt. Get nú ekki séð mikinn tilgang í því þar sem að sá litli (Bíllinn minn) er miklu betri en nýr eftir að hann fékk þennan rosalega spilara í kjaftinn á sér. :) já að rúnta hring eftir hring að skoða bíla sem manni langar ekkert í og auk þess á ekki neinn pjéning til þess að kaupa. Er ekki alveg búin að sjá tilganginn en það hlýtur bara að vera einhver.Þið megið samt vinsamlegast segja mér hann!
Ég og samferðarmaður minn sem dró mig út í þetta sukklíferni kíktum svo aðeins á einn mann (Þekktan fyrir óþolinmæði og illsku 4x á dag) sem var að "þrífa" bílinn sinn. ég myndi samt frekar kalla það að mismuna greyinu... byrjaði á að bleita bílinn allan (ískallt úti) og so setti hann eitthvað rosalegt leysiefni (sem brennir sig í gegnum járn örugglega) :) og nuddaði því á hann. JAH mél finnst þetta ekki góð meðferð. Djöfull hefur honum sviðið og verið kallt... Grey bíllinn ;) hehe
Sambýlingur bílamisnotarans var svo heima við þegar við renndum í hlað og gerðum hann alveg vitlausan með gátum en hann var nú voða góður gestgjafi og gaf okkur appelsínusafa og súkkulaðirússur. (örugglega bara til að þagga niður í okkur)
Anyway.
ætla að fala og fá mél kókópöffs....
bæbbz
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig