miðvikudagur, 21. janúar 2004

Fór í nýja World Class í morgun í leikfimi hjá MH. gekk nú allt samkvæmt óskum nema það að ég kunni ekki að setja skíðavélina(eða hvað sem þetta á nú eiginlega að heita) labbaði þarna í hringi og potaði í takka og ekkert virkaði. Var næstum að brotna niður þarna vegna heimsku minnar og var alveg að fara að labba út þegar Jón Arnar tugþrautarkappi kom og sá mig þarna labbandi meðfram veggjum á leiðinni út og spurði hvort að ég værir ekki að kunna á þetta. HJÚKK, hann semsagt bjargaði mér alveg.! þá voru þessi bansvítans tæki þannig að maður þarf að stíga þau til að þa fari í gang. Sko hvernig á maður að finna það út sjálfur ef þú heitir Ragna ?! :)
Þetta er alveg voðalega fín stöð og maður kemur út rennandi blautur með vott af vöðvakrömpum og langar beint upp í rúm aftur að sofa... en samt voðalega flott samt :))))) Ég held bara að það hafi vantað einkaþjálfarann sem ég var með í fyrra, saknaði hans þarna aðeins í morgunsárið og sérstaklega þegar ég kunni ekki á skíðadraslið þanna.
Er í eyðu núna vegna skólafunds á sal. nennti sko ekkert að mæta á hann, híhí, frekar fer ég bara heim og geri ekki neitt.
ætla reyndar út að borða í hádeginu með einhverjum ónefndum... :)))))))))))
so er það vinna í kvöld.... :(


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig