miðvikudagur, 13. maí 2020

Sterkur kjúklingur í Gochjang sósu

Ég ætla að gefa þessum alveg 6.5 af 10 í 🌶
Sem mér finnst alveg ótrúlega gott.
Elska að elda sterkan mat heima og þessi réttur rífur temmilega í og er með svo djúpu og skemmtilegu bragði að ég stóð mig að því að ausa sósunni sérstaklega bara yfir hrísgrjónin bara til þess að fá meira af þessu sæta, salta, sterka bragði!

Í sósunni er aðal stjarnan Gochjang paste sem fæst í ÖLLUM búðum sem selja asíumatvörur enda er þetta krydd notað í afar mörgum kóreskum réttum. Sem ég skil mjög vel. Liturinn og bragðið er svo einstakt og gott að ég hef notað þetta krydd í marga rétti undanfarið

Ég kýs að nota kjúklingalæri þar sem þau eru svo mjúk og góð þegar þau eru elduð í svona sósu. Þau þola líka mikinn hita án þess að þorna upp.


Uppskrift:

(fyrir 2-3) 

6-8 úrbeinuð kjúklingalæri (600-800 gr)
3 msk Gochjang paste
3 msk hunang
1 msk soyasósa
1 tsk sesamolía
1 tsk rifinn ferskur engifer
2 rifin hvítlauksrif
smá svartur pipar

Til skreytingar þegar rétturinn er kominn útúr ofninum:
Vorlaukur (græni hlutinn)
Sesamfræ

Aðferð

-Hrærið öllum innihaldsefnunum á marineringunni saman í skál
-Setjið kjúklingalærin útí og látið standa á borði í klst
-Hitið ofninn í 230 °C á yfir- og undirhita
-Raðið kjúklingabitunum eldfast mót, látið bitana ekki ofan á hvorn annan
-Eldið í 20 mínútur
-Kveikið á grillinu í ofninum og grillið við 230°C í 10 mínútur í viðbót
-Takið út og setjið vorlauk og sesamfræ yfir
-Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati


Setjið marineringuna í skál 
Hrærið saman 
Hellið yfir kjúklingalærin og látið standa á borði í klst áður en þið eldið 
Raðið í eldfast mót og setjið inn í 230°C heitan ofn 
Breyið stillingunni á ofninum í grill eftir 20 mínútur og eldið þannig í 10 mínútur 
Vorlauk og sesamfræjum stráð yfir 

Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati 



 Ath.
-Það er hægt að sjóða sósuna niður með því að hella henni í pott og sjóða þar til hún þykknar og bera hana fram þannig
-Tilvalið er að nota bygg eða blómkálsgrjón með þessum rétt.
-Frábært til þess að grilla í sumar og ef til vill hafa grillað brauð, létta hvíta sósu og ferskt grænmeti með


enjoy! :)

SHARE:

sunnudagur, 10. maí 2020

Hnetusmjörskökur með súkkulaðiperlum


Mig gæti hafa langað til að kalla þetta smákökur en þetta eru alls engar smákökur :) 
þetta eru stórir, djúsí, seigir, sætir hlemmar með stökkri skorpu. Já, alls engar smákökur ;) 

Vissulega mætti gera kökurnar minni, það er lítið mál og þarf þá bara að styttta bökunartíma í samræmi við það. 

Hugmyndin er samt hinsvegar að þetta séu kökur sem svipar til stóru djúsí kakanna á kaffihúsum og það er þess vegna engin tilviljun að þessar kökur bragðist dásamlega með heitum kaffibolla, kakóbolla eða stóru glasi af mjólk! :) 

Það er ótrúlega margt gott sem byrjar á smjöri og sykri ;) 

Og fátt sem verður ekki aðeins betra með smá hnetusmjöri 




Hér gerast töfrarnir með smá súkkulaði í sykurskel :) 



Risa kökur, mjúk og seig miðja... namm 






Uppskrift 

Gerir 18 stórar kökur 

(ath að einn bolli er 250 ml) 

1 bolli púðursykur 
1/2 bolli sykur 
220 gr lint smjör  
2 egg 
1 bolli hnetusmjör 
2 tsk vanillu extract/vanilludropar 
2.5 bollar hafrar 
1.5 bollar hveiti 
1/2 tsk salt 
t tsk matarsódi
2 pokar Nóa Síríus súkkulaðiperlur/2 bollar M&M eða Smarties 

Aðferð

-Þeytið saman púðursykur, sykur og smjör með handþeytara eða í hrærivél þar til blandan lýsist aðeins 
-Bætið við eggjunum einu og einu við og þeytið aðeins á milli (þarf ekki að þeyta mikið) 
-Hrærið hnetusmjöri og vanilluextraxt saman við svo það sé alveg blandað samanvið
-Hrærið þurrefnunum samanvið þar til blandað og að lokum bætið þið við súkkulaðiperlunum (rétt svo að það blandist saman) 
-Setjið deigið á bökunarpappírsklæddar plötur með 2 skeiðum, miðið við golfkúlu að stærð og setjið ekki fleiri en 6 kökur á hverja plötu þar sem þær renna mikið út. 
-Bakið við 180°C gráður í 15-18 mínútur á blæstri. Ath að kökurnar geta virst vera hráar þegar þið takið þær út en þær munu setjast og verða tilbúnar þegar þær kólna. Reynið þó að miða við að brúnirnar hafi tekið karamellulit. 
-stráið smá sjávarsalti yfir þegar þær koma úr ofninum 


Ath:
-Þetta er stór uppskrift, kökurnar geymast samt vel í lokuðu boxi í allt að 4-5 daga.
-Það er auðvelt að helminga þessa uppskrift. Endilega gerið það ef þið viljið ekki alveg 18 stk af stórum kökum :) 
-Þó það sé eflaust freistandi að borða þessar kökur volgar þá eru þær bestar þegar þær hafa kólnað aðeins. 
-psst. það þarf alls ekki salt yfir þegar þær koma út. 
-Það er hægt að nota grófsaxað súkkulaði í staðinn fyrir súkkulaðiperlurnar 





SHARE:

miðvikudagur, 6. maí 2020

Köld sinnepssósa

Æðisleg sinnepssósa sem bragð er að! 
Frábær með grillinu í sumar eða fiskréttum.
Geymist vel og um að gera að gera nóg af henni til að eiga.

Uppskrift: 

2 kúfaðar msk majones 
2 kúfaðar msk sýrður rjómi
1 tsk dijon sinnep
1 tsk sætt sinnep 
2 tsk sítrónusafi 
1/4 tsk hvítlaukskrydd/duft 
salt og pipar eftir þörfum 
3 msk gróftsaxaðar sinneps-sprettur 


Aðferð:

Hrærið öllu saman í skál ogl látið standa í amk 15 mínútur áður en þið berið fram. 


SHARE:

fimmtudagur, 16. apríl 2020

Banana- og Döðlubrauð

....án sykurs ;) 





Ég hef verið að prufa mig áfram með Sweet like sugar í stað þess að nota venjulegan sykur og það hefur komið vel út í flestum tilfellum :)

Hér er uppskrift af hollu heimabökuðu brauði sem er aðeins kryddað en afskaplega sætt, mjúkt og gott!

Það góða við þetta er að það tekur stuttan tíma að skella þessu saman, þarf aðeins skál, gaffal, sleif og formkökuform og svo geymist þetta afskaplega vel næstu dagana.

frábært með smjöri og osti!

Uppskrift

(1 bolli eru 250 ml)
3 stappaðir bananar
1/2 bolli saxaðar döðlur
1.5 bolli hveiti
1/2 bolli Sweet like sugar (eða venjulegur hvítur sykur)
1 bolli haframjöl
2 egg
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk negull
1 tsk kanill

Aðferð 

-Bönunum, döðlum, eggjum og sykri hrært saman.
-Öðrum þurrefnum bætt samanvið
-Sett í smurt form og bakað við 180°C í ca 50 mínútur á undir/yfir hita.
SHARE:

laugardagur, 28. mars 2020

Skúffukaka - mjúk skúffukaka

Alveg dásamlega dökk, alltaf mjúk, hverfur á methraða :) 

Þessa köku þarft lágmarks búnað til að útbúa, bara skál, sleif og skúffukökuform, tilbúin í ofninn á 10 mínútum og komin út úr ofninum eftir 25 mínútur. Snöggbökuð þegar gesti ber að garði eða þegar strax-veikin nær yfirhöndinni (#langaríkökustrax-veikin).

Ath, ég hef notað jarðaberjajógúrt og karamellusúrmjólk án teljandi vandræða þegar ég hef ekki átt til súrmjólk ;)
Öll þurrefnin í skál

Öllum blautefnum bætt við 

Smyrja mót, 

Formið sem ég nota er úr IKEA 


Uppskrift:

250 gr hveiti
75 gr kakó
2 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
300 gr púðursykur
2 egg
100 ml matarolía
250 ml súrmjólk
200 ml uppáhelt kaffi (látið kólna smá)
1 tsk vanilluextract/vanilludropar

Aðferð: 

-Hveiti, kakó, lyftiduft, matarsódi og salt sigtað saman í skál
-Hrærið púðursykur samanvið
-Bætið við eggjum, matarolíu, súrmjólk, kaffi og vanilludropum með sleif
-Setjið í smurt skúffukökuform (ef þið ætlið að nota ofnskúffu gerið þá eina og hálfa uppskrift).
-Bakið við 180°C í 25 mínútur á blæstri.


Krem:

Annað hvort gerið þið glassúr úr vatni, flórsykri, vanilluextraxt og kakó eða kremið sem ég geri vanalega sem er:

350 gr flórsykur
30-45 gr kakó
70 gr brætt smjör
1 tsk vanulluextract/dropar
1 egg
1-2 msk heit vatn ef þið þurfið að þynna kremið

Hrærið saman með písk





Enjoy


SHARE:

miðvikudagur, 25. mars 2020

Heit súkkulaðisósa


Þessi sósa er frábær, hún er eiginlega næstum því súkkulaði-karamellusósa og er best ofan á nýbakaðar vöfflur, amerískar pönnukökur, ofan á ís og það er einnig mjög gott að dýfa ferskum ávöxtum ofan í sósuna.


Þessa sósu þarf ekkert að gera hálfa uppskrift af, hún geymist í margar vikur inní ískáp og svo mun hún líka hvort sem er klárast í fyrstu hendingu :)



Uppskrift:
30 gr smjör
150 ml rjómi
180 gr sýróp
50 gr púðursykur
20 gr kakó
1/2 - 1 tsk saltflögur
1/2 tsk vanilluextract (frekar en vanilludropar)
180 gr suðusúkkulaði

Aðferð: 
Setjið öll innihaldsefnin saman í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið við mjög vægan hita í 5 mínútur og brjótið þá suðusúkkulaðibita útí og látið bráðna. Takið af hitanum á meðan þið gerið það.

Já, þetta er nú ekki flóknara en lengra ferli en þetta :)

það er semsagt um að gera að prófa sem fyrst

Ath. Sósan þykknar þegar hún kólnar en það er þá hægt að hita hana snöggt í örbylgju ef það er.
SHARE:

sunnudagur, 8. mars 2020

Snúðahringur með jarðaberja- og möndlufyllingu

Dásamlega mjúkur hringur með ferskum jarðaberjum og möndlufyllingu.
Skemmtileg tilbreyting frá snúðum þó svo að það sé vissulega hægt að gera venjulega snúða úr þessari uppskrift.


Sunnudagur, sól og gott veður.... Þá langar mig oft að gera eitthvað gott og ferskt með kaffinu
Í dag var þannig dagur 
















Deig
500 gr hveiti
50 gr sykur
1 pakki ger
1 egg
240 gr mjólk
55 gr  mjúkt smjör

Fylling
155 gr jarðarber
25 gr sykur
1,5 tsk möndludropar frá Kötlu
40 gr smjör
130 gr jarðaberjasulta
40 gr brætt smjör

Glassúr
20 gr smjör (brætt)
25 gr jarðaberjasulta
30 gr mjólk
1/2 tsk möndludropar frá Kötlu
160 gr flórsykur
(ef vill, örlítill bleikur matarlitur)
möndluflögur til skreytingar

Aðferð:
-Setjið öll þurrefnin saman í hrærivélaskál, hitið mjólkina svo hún sé volg og setjið hana ásamt eggi og mjúku smjörinu og hnoðið deigið saman á miðlungs hraða í 5-8 mínútur.
-Látið deigið lyfta sér í 40 mín
-Á meðan deigið lyftir sér, gerið þá fyllinguna með því að saxa niður jarðarber og hræra saman við þau 25 gr sykur og 1,5 tsk möndludropa
-Þegar deigið hefur lyft sér er það flatt út í ferhyrning á hveitistráðu borði. Því næst er það penslað með bræddu smjöri (restina af smjörinu notið þið þegar hringurinn er kominn útúr ofninum svo ekki henda afganginum).
-Hellið safanum af jarðarberjunum útí jarðaberjasultuna og hrærið vel saman. Smyrjið þeirri blöndu yfir smjörið (skiljið eftir auða brún), raðið svo jarðaberjabitunum jafnt yfir sultuna
-Rúllið deiginu upp frá langhliðinni eins og þegar snúðar eru gerðir
-Skerið lengjuna í helminga, langsum með lengjunni með beittum hníf, vefjið endunum saman út frá miðjunni og festið saman þannig að snúningurinn myndi hring.
-Látið hefast í 20 mínútur og bakið svo við 180°C  (blástur) í 40 mínútur eða þar til orðið karamellubrúnt
-Leyfið að kólna áður en glassúrinn er settur á, penslið yfir restinni af smjörinu á meðan hringurinn er heitur.
-Glassúrinn er gerður á þann hátt að öllu er blandað saman í skál og hrært saman. Sett yfir með skeið og hve mikið fer alveg eftir hvað hverjum einum finnst vera hæfilegt magn af glassúr :)

Öllu blandað saman í hrærivélaskál og svo unnið saman á hægum hraða í 5-8 mínútur
Deigið látið hefast í 40 mínútur 
40 míntútum síðar, búið að tvöfaldast

Flatt út og penslað með smjöri 
Smyrjið jarðaberjafyllingunni
Rúllið upp eins og þegar gerðir eru snúðar
Skerið deigið í gegn langsum og snúið endunum saman, vinnið út frá miðjunni 
Mótið deigið í hring á pappírsklæddri plötu
Það er næstum því freistandi að fá sér sneið áður en þetta er bakað :) 
Glassúr



Enjoy
xxx
SHARE:

fimmtudagur, 27. febrúar 2020

Gráðaostasósa / ídýfa

Hentar einstaklega vel með hamborgurum og kjúklingavængjum, til dæmis þessum hérna :)


Uppskrift 
1/2 dós 36% sýrður rjómi
1 dl majónes
1 msk ferskur sítrónusafi
3 msk mjólk
smá salt, smá pipar
1 askja gráðaostur


Aðferð 
-Setjið allt í skál nema ekki setja allan gráðaostinn. Setjið aðeins um 1/3 af honum útí.
-Mixið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
-Brjótið í sundur restina af gráðaostinum með fingrum þannig að hann er í litlum molum og hrærið saman við blönduna (má setja minna af gráðaostinum ef þið viljið minna)
-Saltið og piprið eftir því sem ykkur finnst best.
-Ath að þessi blanda verður betri eftir 1-2 klst í kæli.




SHARE:

miðvikudagur, 29. janúar 2020

Kóreskir djúpsteiktir kjúklingavængir

Kóreskir kjúklingavængir.
Kóreskir djúpsteiktir kjúklingavængir
Steiktir kjúklingavængir
sterkir kjúklingavængir
Sticky Korean kjúklingavængir.

Erfitt að velja nafn á þennan rétt, but you get the point :)

Þessir vængir samt... úff og vá... Betri en nokkrir aðrir sem ég hef smakkað á veitingastöðum. Sætir, smá sterkir (alls ekki um of), klístraðir, djúsí, stökkir, bragðgóðir... Þeir hafa ALLA uppáhalds eiginleika góðs matar ;)

Þessi réttur hefur ef til vill nokkuð langan innihaldslista af vörum sem þið eigið ekki endilega til í skápunum ykkar. Það góða við innihaldslistann er að þetta geymist flest allt mjög lengi, í framtíðinni er auðvelt að hendast til og græja þennan rétt með stuttum fyrirvara og það sem besta er ... að 2 bakkar af kjúklingavængjum kosta vel undir 1000 kr!

Það skemmtilega við þennan rétt er að hann getur verið aðalréttur, forréttur eða meðlæti. Allt eftir hvað hentar hverju sinni.




Kjúklingavængir: 
Aðalréttur fyrir 2, snakk með öðrum réttum fyrir 4-5 manns

2 bakkar (ca 1 kg) kjúklingavængir skornir í bita (hendið vængendanum) (sjá aðferð við að snyrta kjúklingavængi)
Svartur pipar
Salt
2 cm rifinn engifer
1 bolli / 250 ml kartöflumjöl
ca 500 ml sólblómaolía (má vera meira)

Sósa:
2 msk tómatsósa
2 msk sojasósa
2 hvítlauksrif - rifin
2 msk Gochujang paste (Kóreskt chili paste sem fæst í asíubúðum)
60 ml hunang (tært)
60 ml púðursykur
1 msk sesamolía

Eftirá:
1-2 msk sesamfræ
saxaður vorlaukur (bara græni hlutinn)

Aðferð:

Kjúklingavængir:
-Skerið kjúklingavængina í þrjá hluta (sjá hvernig skal skera þá) og hendið vængendanum.
-Þurrkið þá vel með eldhúspappír svo þeir eru þurrir
-Saltið yfir og piprið
-Setjið rifinn engifer yfir og kastið kjúklingavængjunum saman í skál.
-Stráið kartöflumjöli yfir og hristið til í skálinni svo að allir vængirnir séu vel þaktir kartöflumjöli.
-Steikið vængina í heitri olíu sem er ca 180°C í potti á eldavélinni (ef þið eigið djúpsteikingarpott þá er það auðvitað það sem þið mynduð vilja nota ;) ). Þið eruð að fara að steikja vængina í nokkrum skömmtum og svo steikiði þá AFTUR þegar búið er að steikja alla vængina einu sinni
-Sem sagt.... steikið vængina í ca 5 mínútur við 175°C. Passið að hafa ekki of marga vængi í einu í pottinum. Eftir þessar 5 mínútur takiði þá út og leggið á pappír eða á ofngrind svo olían geti lekið af þeim.
-Á meðan þið hægt og rólega eruð að steikja vængina er kjörið að gera sósuna... (kem að því síðar).
-Þegar búið er að steikja alla vængina einu sinni eru þeir steiktir aftur í nokkrum skömmtum í 180°C heitri olíunni en nú bara í 3-4 mínútur eða þar til orðnir örlítið brúnir en mjög stökkir.
-Látið vængina aftur á pappír eða ofngrind.

Sósa: 
-Setjið allt sem á að fara í sósuna í pott og látið suðuna koma upp og sjóðið við mjög vægan hita þar til sykurinn er uppleystur.

Samsetning:

Þegar allir kjúklingavængirnir eru tvísteiktir, hitið sósuna aftur þannig að hún sjóði, setjið vængina í skál og hellið sósunni yfir vængina. Kastið svo vængjunum til í skálinni þar til þeir eru allir þaktir      sósunni.
Ra ðið á bakka, stráið semsamfræjum og söxuðum vorlauk yfir

Tillaga að meðlæti: 
Gráðaostasósa


SHARE:

miðvikudagur, 4. desember 2019

Piparkökur



Síðastliðin 8 eða 9 ár hef ég verið að leita að hinni fullkomnu piparkökuuppskrift og þar að leiðandi prufað nýja uppskrift á hverju ári og aldrei verið fullkomnlega ánægð með útkomuna.

Ég vil stökkar, bragðmiklar piparkökur með smá sýrópskeim, svona svoldið eins og sænsku piparkökurnar í rauðu boxunum.

Eftir mikla leit einn morguninn fann ég uppskrift sem var öðruvísi en allar þær sem ég hef áður gert og ákvað því að gera hana í dag með fjölskyldunni.







Uppskrift 
gerir um 35-50 kökur 

150 gr smjör
3/4 dl sýróp
2 dl sykur
1 tsk kanill
1 tsk engiferduft
1 tsk negull
2 egg
1 tsk matarsódi
8-9 dl hveiti

Aðferð 
- Smjör, sýróp, sykur, kanill, engifer og negull sett saman í pott, suðan látin koma upp og látið malla við lágan hita í 3 mínútur.
-Látið blönduna kólna niður í herbergishita
-Hrærið eggjum saman við útí pottinn
-Hrærið 5 dl af hveiti og matarsóda samanvið útí pottinn og hrærið með sleif
-Bætið við restinni af hveitinu útí, hvolfið úr pottinum á borð og hnoðið saman þar til  deigið er orðið samfellt og loðir  vel saman án þess að klístrast við hendur. Ath að það er tiltölulega lint.
-Setjið inní kæli í amk 2 klst, helst yfir nótt og það geymist í nokkra daga í kæli
-Takið kalt útúr kæli og fletjið út á hveitistráðu borði. Reynið að fletja það þunnt út
-Skerið kökurnar út, færið á smjörpappírsklædda plötu og bakið við 180°C blæstri þar til þær eru farnar að taka aðeins lit.
-Látið kólna

Þessar piparkökur eru afskaplega góðar einar og sér en ef það á að skreyta þær/mála þá mæli ég alltaf með því að gera royal icing-glassúr sem í rauninni er bara flórsykur og eggjahvíta í stað þess að setja bara vatn útí flórsykurinn.
 Ef maður gerir svona blöndu þá verða piparkökurnar ekki mjúkar með tímanum heldur halda áfram að vera stökkar. Einnig er liturinn mun sterkari þegar búið er að setja matarlit útí þennan glassúr.

Árdís Rúna var ansi lunkin með sprautupokann 

Aldrei fallegustu kökurnar en samt klárlega þær bestu þegar allir hafa setið saman og skreytt :) 


Uppskrift aðlöguð frá http://klingskitchen.se/ 



SHARE:
Blog Design Created by pipdig