miðvikudagur, 13. maí 2020

Sterkur kjúklingur í Gochjang sósu

Ég ætla að gefa þessum alveg 6.5 af 10 í 🌶
Sem mér finnst alveg ótrúlega gott.
Elska að elda sterkan mat heima og þessi réttur rífur temmilega í og er með svo djúpu og skemmtilegu bragði að ég stóð mig að því að ausa sósunni sérstaklega bara yfir hrísgrjónin bara til þess að fá meira af þessu sæta, salta, sterka bragði!

Í sósunni er aðal stjarnan Gochjang paste sem fæst í ÖLLUM búðum sem selja asíumatvörur enda er þetta krydd notað í afar mörgum kóreskum réttum. Sem ég skil mjög vel. Liturinn og bragðið er svo einstakt og gott að ég hef notað þetta krydd í marga rétti undanfarið

Ég kýs að nota kjúklingalæri þar sem þau eru svo mjúk og góð þegar þau eru elduð í svona sósu. Þau þola líka mikinn hita án þess að þorna upp.


Uppskrift:

(fyrir 2-3) 

6-8 úrbeinuð kjúklingalæri (600-800 gr)
3 msk Gochjang paste
3 msk hunang
1 msk soyasósa
1 tsk sesamolía
1 tsk rifinn ferskur engifer
2 rifin hvítlauksrif
smá svartur pipar

Til skreytingar þegar rétturinn er kominn útúr ofninum:
Vorlaukur (græni hlutinn)
Sesamfræ

Aðferð

-Hrærið öllum innihaldsefnunum á marineringunni saman í skál
-Setjið kjúklingalærin útí og látið standa á borði í klst
-Hitið ofninn í 230 °C á yfir- og undirhita
-Raðið kjúklingabitunum eldfast mót, látið bitana ekki ofan á hvorn annan
-Eldið í 20 mínútur
-Kveikið á grillinu í ofninum og grillið við 230°C í 10 mínútur í viðbót
-Takið út og setjið vorlauk og sesamfræ yfir
-Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati


Setjið marineringuna í skál 
Hrærið saman 
Hellið yfir kjúklingalærin og látið standa á borði í klst áður en þið eldið 
Raðið í eldfast mót og setjið inn í 230°C heitan ofn 
Breyið stillingunni á ofninum í grill eftir 20 mínútur og eldið þannig í 10 mínútur 
Vorlauk og sesamfræjum stráð yfir 

Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati  Ath.
-Það er hægt að sjóða sósuna niður með því að hella henni í pott og sjóða þar til hún þykknar og bera hana fram þannig
-Tilvalið er að nota bygg eða blómkálsgrjón með þessum rétt.
-Frábært til þess að grilla í sumar og ef til vill hafa grillað brauð, létta hvíta sósu og ferskt grænmeti með


enjoy! :)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig