miðvikudagur, 10. nóvember 2004

Fréttir, Fréttir, Fréttir, Fréttir, Fréttir

Var ég búin að lofa ykkur fréttum??? :)

Hehe,
ég hef svo sannarlega fréttir
muniði eftir blogginu mínu á sunnudaginn þar sem stóð að ég og Fúsi (2 Snafsar) myndum KANNSKI spila á Celtic Cross á fimmtudaginn, átti bara að tala við eigandann á þriðjudaginn ( í kvöld semsagt ) og þegar ég kom þá sagði hún, oh ég var að bíða eftir að þú kæmir, strákurinn sem ætlaði að vera um helgina datt nefnilega út!!! Hún var semsagt að bjóða okkur heila spilerí helgi!!! jibbí
en þurfum samt að taka eitt prufukvöld fyrst eins og reglan er alltaf og ef þaaað gengur vel... þá fáum við líklegast að spila um helgina... hvað haldiði bara!
Það væri semsagt himneskt ef allir sem sjá sér fært að mæta að koma, því að það stendur allt og fellur með helgina hvort að við höfum góðan stuðningshóp og ég hafi góða rödd og það vita reyndar allir að Fúsi er voða klár.
Ég er orðin svaka spennt og ætla á morgun að reyna að redda okkur hljóðkerfi og ég ætla að fara og versla mér MIC, hef dregið það aaaallt of lengi ... :/
Er strax orðin spennt og vona bara að þið segið sem flestum frá þessu og að það komi sem flestir, veit ekki hvenær við byrjum um kvöldið en reikna bara svona með 10 og erum búin kl 01.00...

ooh, firrrrillldin í mavanum eru á flögrinu...
ætla að fara að horfa á Survivor endursýninguna....

heyrumst!!
SHARE:

þriðjudagur, 9. nóvember 2004

Hætt við að verða móðir

Uppeldið á börnunum gengur það illa að það gengur bara ekki neitt. Get engan vegin fengið Tímon jr. og Púmba til þess ða hætta að standa í matnum sínum og róta honum öllum upp úr, svo komst ég að því að þær borða bara eina tegund af korni í matnum og eru semsagt að leita að meira, og svo troða þær svo bara kornunum öllum í kinnarnar og fela svo fyrir hinni einhversstaðar í búrinu, allavegana er glætan að svona pínku lítil dýr séu að éta heilan hnefa af korni á dag! þar sem þær eru bara svona.... c.a. 2 puttar að stærð!
En allavegana, hef hætt við að verða móðir svona í náinni framtíð því að ég fattaði það að lítil smábörn skilja álíka jafn vel hvað ég er að segja við þau eins og þegar ég er að reyna að segja þessum varðhundum mínum að hætta að rusla út ;)
Sjáum samt til hvernig þetta gengur í næstu viku

Aðal frétt vikunnar er sú að ég get orðið farið að leggja fyrir neðan gluggann minn aftur eftir laaaanga bið. Það er semsagt komin heil gata þarna fram hjá og því hægt að keyra í Stubbaselið ofan frá og neðan :) Höggborar og fleyar eru semsagt með öllu horfnir en eitt stykki lítil grafa hefur dagað uppi þarna ásamt 2 sætum strákum sem eru að leggja hellur ennþá. Ekki væri nú samt leiðinlegt ef það kæmi allt í einu 20 stiga hiti! hehe.

Er algerlega að fara að tapa mér úr stressi fyrir alla þessa fyrirlestra sem ég þarf að fara að flyta núna næstu 3 vikur og svo er ég að fara að gera heimasíðu um Birgittu Halldórsdóttur. Býð fram snúða fyrir hvern þann sem getur hjálpað mér við að setja hana upp á mannsæmilegan hátt, þetta er nefnilega lokaverkefni í íslensku 3736 (Glæpasagnaáfangi) *blikk blikk*

Vinna í kvöld og svo hópverkefna vinna.
Það fer nú að verða sniðugt að fara að kaupa jólagjafir....?





SHARE:

mánudagur, 8. nóvember 2004

Ég og Pete á laugardagskvöld. Posted by Hello
SHARE:
Og ég einu sinni enn, en núna með Mike...  Posted by Hello
SHARE:
Auðvitað var ég þarna líka ;) Rick gæti samt verið að leika í Jesus Christ Superstar :) Posted by Hello
SHARE:
Dave og Rick áhættuleikara, tóku mig undir verndarvæng sinn og sýndu mér þarna í kring, Rick kominn þarna í Gerry Butler gervið  Posted by Hello
SHARE:
Svona lítur Spencer út sem 2 metra kerling ;) Var ekkert allt of hrifin af staðsetningu handar hans eins og sjá má á svipnum á mér :) Posted by Hello
SHARE:

sunnudagur, 7. nóvember 2004

Soooofa. mmmm

Jæja. helgina var pökkuð af viðburðum og ég ákvað að reyna að komast á þá flesta bara því allt hljómaði vel og ég gat engan veginn valið eða hafnað. ok planið var svona...

1. Búin í skólanum, fór svo heim og pakkaði niður, ákvað að skella mér í kringluna svo og keypti mér hálsmen sem passaði við skyrtuna sem ég keypti fyrir síðustu helgi. Datt þetta bara svona í hug hálf 5 en átti að sækja Ingibjörgu kl 5. Þetta var samt fjandi mikil bjartsýni í þessari rooosalegu umferð hérna í bænum, og eiginlega enginn séns að finna stæði. En sem betur fer er ég aldrei lengi að ákveða mig og náði þessu og var mætt heim til Ingibjargar hress og kát alveg á næstum réttum tíma ;) Þegar ég var búin að troða Ingubjörgu inn í bílinn þreysti ég niðrá Freyjugötu, og sótti Jónu Sólveigu. Pakkaði henni saman og tróð henni líka í bílinn og hún mætti með M&M sem við byrjuðum strax á að ráðast á. enda var þetta í poka á stærð við ruslapoka og greinilegt að þetta yrði verðugt viðfangsefni næstu 2 klukkutímana. Á selfossi var keyptur matur handa Trausta og haldið áfram að rífast við Kára sem vildi ekki hafa Trausta á veginum, en hann er seigur kappinn og lætur ekki undir stjórn nema hjá eigandanum :) vel upp alinn ;)

2. Skilaði stelpunum heim til sín og fór svo á kaffihúsið þar sem ég borðaði með Curtis og Mike áhættuleikurum voða góða pizzu sem tók kanski ansi langan tíma að gera en var samt góð þegar hún loksins kom, enda var ég eiginlega ekkert búin að borða um daginn og M&Mið var skammgóður vermir.

3. Rúntaði svo út á Höfðabrekku og spjallaði í nokkurn tíma við Sólveigu og Höllu Rós og það var ákveðið að ég myndi mæta í vinnu kl 10 morguninn eftir.

4. Hljómsveitaræfing var haldin heilög en ég var ákveðin í því að halda mér rólegri vegna mikilla anna daginn eftir en það fór samt þannig að ég skrölti á kaffihúsið með Fúsa mér við hlið um 12 og áhættugaurarnir létu mig drekka bjór í skiptum fyrir að ég, Fúsi og Palli eitruðum fyrir þeim með íslensku neftóbaki og snuffi, því fylgdi ansi mikill hlátur hjá okkur íslendingunum en nokkur tár hjá "hörðu" köllunum sem hafa dagvinnu við að láta kveikja í sér og henda sér fram af björgum :) hehe.

5. Þegar klukkan var farin að nálgast 2 stakk Jóhanna upp á því að við skyldum fara á settið sem var út í Höfðabrekku og sjá síðasta Wrapið. Carina skutlaði okkur, okkur vitandi að við vissum ekkert hvernig að við fengjum far heim en það skipti nú engu máli, það reddast allaf og líka um 40 manns að vinna þarna svo að hlyti nú að reddast hvernig sem færi. Dave tók mig undir verndarvæng sinn og sýndi mér allt þarna, einnig fékk ég að horfa á Rick breytast í Gerry Butler því að hann er stuntmaðurinn fyrir hann. Eftir það horfði ég á síðasta skotið og veit því endirinn á myndinni.... en ekkert annað ;) allavegana ekki nema svona aaaðalatriðin. Svo rétt fyrir 5 kom Elsa og sótti okkur og ég klifraði upp í rúm heima en gat engan veginn sofnað, var einhvernvegin so í skýjunum því að þetta hafði verið svo cool, búið að gera tjörn inni í hellinum, meira að segja foss og læti, búinn til af slökkviliðinu í Vík. hehe. Svar Spencer orðinn að einhverju kvenkyns sjávarskrímsli með brjóst og sítt hár! hehe.

6. Fór að vinna og var ein til kl 2 en þá kom Willi, ég svona reyndi að muna hvernig þetta var sem við gerðum þetta í sumar, hehe, tók semsagt um 15 mínútur þegar ég var að skræla allar helvítis kartöflurnar EIN fyrir kartöflusalatið hvenig í ósköpunum það var sem við gerðum kjúklingasalatið en það rifjaðist upp þegar ég horfði á karrýið í hillunni. kl hálf 4 skrölti ég heim og komst að því að rauðvínið í hvítu skyrtunni hefði farið úr í þvotti. knúsaði kisa og dreif mig af stað i bæinn.

7. Svona á leiðinni til Reykjavíkur datt mér í hug að koma kannksi bara við í Úthlíð í heimsókn til Atla og krakkanna sem voru þar, og ég var búin að afboða komu mína til. Var nú svoldið skrítinn svipurinn á liðinu þegar ég þeysti í hlað færandi hendi með pakka handa afmælisbarninu. voða fín 4 járnstaup í leðurhulstri, hentaði vel því að hann var líka búinn að fá Jameson í afmælisgjöf líka, síðustu fréttir frá partýinu voru þær að einhver lítil nýting hafi orðið í matnum því að mestu matmennirnir skiluðu honum ÖLLUM :) hehe

8. Fékk mér hádegis/kvöldmat heima og varð Subway fyrir valinu og vááá hvað ég var orðin svöng, Gulla gull var mætt á svæðið og þurfti að horfa upp á mig að borða því að hún ætlaði svo að skutla mér upp í Grafarvog í partý nr 1. Eftir vel heppnaða tilraun til að reisa við "hanakambútáhlið" lúkkið og skella á mér 6 tegundum af augnskuggum þá leit ég bara helvíti sæmilega út og dreif mig í Ríjúníonið til Ella, þar voru bara Guðný ósk og Elli á svæðinu og sambýlingur Ella í sambýlinu. Þegar fólk fór svo að mæta blandaði elli frábæran drykk ofan í okkur stelpurnar en svo rétt fyrir 11 skutlaði Guðný Ósk mér niðrá Celtic Cross þar sem blesspartýið hjá Svenna var og eitthvað rólegt var enn yfir liðinu þar og árangur drykkjuleiksins ekki kominn í ljós, ég ákvað því að skella mér yfir í Þjóðleikhúskjallarann þar sem Dave beið mín, en ætlaði ekki að vera lengi, þar var hins vegar opinn bar og Spencer var duglegur að fara á barinn enda er hann með það stórar hendur að það rúmast í þeim 5 stórir bjórar, og þegar hann fór að ná sér í einn náði hann alltaf bara í 4 auka og slammaði þeim á borðið, ég taldi einhverntíman og þá voru 16 fullir bjórar! og fullt af fullu fólki! það var farið að dansa en Dean ákvað að skella sér að Prikið og þangað hef ég bara komist einu sinni inn áður, en þá var ég svo sannarlega ekki í fylgd stórra og stæðilegra manna sem skelltu sér V.I.P leiðina alls staðar inn. meira að segja líka á Hverfis. össh!

Ég sagði skilið við þá þar og labbaði yfir á Sólon þar sem Arnar Már, Svenni, Atli, Hildur, Sonja, Tobbi og Siggi voru. Þegar þau fóru út (eða gerðu sig þess líkleg til þess) ákvað ég að skrölta bara heim en á leiðinni hitti ég gaur út kvikmyndatíminu sem ég veit bara ekkert hvað heitir og hann spurði hvort ég væri virkilega að fara heim! hann dró mig inn á 22 en þar átti að rukka okkur til að fara inn, gaurinn reddaði því með því að hringja í einhvern sem lét hleypa honum inn sem vin og ég sem kærustu hans ! uuuu. óóóóóókey....
Þar voru svo einhverjir af liðinu líka inni og einhver slatti var dansaður! I believe in a thing called love sló algerlega í gegn á gólfinu....
Þegar leiðinlegt lag kom ákvað ég að halda áfram för minni heim og munaði minnstu með að ég sæti upp með einhverja Camerustráka en náði að hverfa áður en þeir föttuðu að ég var að hverfa á braut.
Á leiðinni var það svo einhver gaur sem ákvað að fylgja mér heim alla leið upp að dyrum ! URGH!!! tókst loksins að losa mig við hann!

Heima reyndi ég að ala upp börnin mín sem hafa verið að gera það að leik að róta öllum matnum upp úr dallinum, draga bómulinn úr húsinu sínu og dreifa honum út um allt, og stríða hvorri annarri!! össh! held að ég geti ekki meikað þetta. þær eru alveg bandvitlausar báðar tvær.

Það getur svo vel verið að 2 snafsar séu að spila á Celtic Cross núna næsta, eða þarnæsta fimmtudag svo takiði bara báða dagana frá til öryggis og ég mun segja ykkur frá því hvernig þetta mun fara.

þangað til næst.
Bæbbz ;)


SHARE:

fimmtudagur, 4. nóvember 2004

Bjáluð

Ég verð nú bara að segja það að það fauk bara soldið í mig í gær þegar ég var búin að sitja í spennunni yfir America's next top model og skipti svo yfir á Oprah þar sem það var kjaftað hver vann!!!
PLIFF!!!
Það getur nú ekki verið mikið mál að setja einhvern renning á skjáinn til að vara fólk við mar, og þetta er nú oft gert.... Það eru alveg slatti af fólki brjálað sem ég hef hitt í dag.
Samkeppnin er nú ekki það hörð á milli þessara stöðva að það þarf að eyðileggja þætti fyrir áhorfendanum????

En anyway.

Var að vinna í gær og svo fór ég að vinna í þessum fjandans fyrirlestri. bjakk

Dagurinn í dag, svona fyrir utan illskuna út í Stöð 2 er búin að vera svona skííít sæmó þó svo að ég hafi ekki sofið shit í nótt. Gat ekki sofnað, og þegar ég gat sofnað þá gat ég ekki sofið, og allt þar fram eftir götunum. Vann verðlaun í íslensku 503 (Freyju Draum) af því að ég gat bent á einhverja staðreynarvillu í textanum, ég er kannski upprennandi Gettu Betur keppandi... úff. sem þýðir það að ég verð að falla á þessari önn, og næstu, svona til að geta komist í liðið næsta haust. en hvað gerir maður ekki til að koma gáfum sínum á framfæri, sérstaklega þegar þær eru metnar upp á Freyju Draum, og það Stóran Freyju Draum :)))

Eitthvað hvítt og mjög óæskilegt blasti við mér út um gluggann áðan í dönsku sem lét mig verða kalt á tánum við tilhugsunina um nánari kynni við þetta hvíta undur...

Svo er það bara vinna í kvöld. :)

sjáumst


SHARE:

miðvikudagur, 3. nóvember 2004

Gúten tag. Er lifandi

Jæja. Er orðið MJÖGGG langt síðan ég bloggaði.
fór semsagt austur um helgina og spilaði og söng eins og ég gat og djammaði þess meira. Endaði eftir spilerí á höfðabrekku í rooosa Halloweeen partý.
Í gær skrapp ég svo á Selfoss og eldaði kjúkling og sveppasósu fyrir Fúsa og Krulla. Eftir vel heppnaðan mat fórum við svo og leigðum spólu, fléttuðum okkur saman upp í sófa og horfðum á Troy. Voða góð.
Næsta helgi er eins óráðin og hún getur mögulega verið og ætla ég ekkert að hugsa um það fyrr en á föstudaginn...
SHARE:
Blog Design Created by pipdig