laugardagur, 23. apríl 2016

Snúðakaka


Snúða- eitthvað getur bara ekki klikkað og það gerir þessi kaka svo sannarlega ekki :) Þetta er mjúk kaka með bráðnum kanil/púðursykri innaní sem er unaðslegt að borða með stóru glasi af mjólk :) Ég ætla ekki að svekkja ykkur með að segja að þetta séu snúðar sem eru líka kaka... þetta er kaka sem svipar nokkuð til snúða með kanilfyllingu og þess vegna hlýtur kakan þetta nafn ;)

Best finnst mér kakan vera þegar hún er volg og borða þá hana þá gjarnan með rjóma en einnig er hún góð köld svo örvæntið ekki þó að hún klárist ekki í fyrsta rennsli ;) 

Einn mesti kostur þessarar köku er að hún er búin til úr hráefnum sem maður á alla jafna til og það tekur afar lítinn tíma að gera hana (þarf ekki hrærivél eða handþeytara).Öll hráefni sett í skál fyrir utan bráðið smjör 
Hrært saman
úr verður mjög þykk deigsoppa 

hér er búið að hræra smjörinu saman við
kanilblandan undirbúin. Sjáið að ég þvæ ekki einu sinni skálina inná milli ;) hér er allt gert til að hafa þetta sem einfaldast 

kanilblandan hrærð saman
kanilblöndunni dreift jafnt yfir deigið 
skorið í gegnum deigið með hníf til þess að blanda henni aðeins saman viðinní ofn, taka út, setja glassúr yfir, skera og NJÓTA ! :)Uppskrift 
Kaka:
480 gr hveiti
250 gr sykur
1/2 tsk salt
4 tsk lyftiduft
3 3/4 dl mjólk
2 egg
2 tsk vanilluextract/dropar
75 gr smjör (brætt)

kanilblanda:
225 gr smjör (mjúkt)
100 gr púðursykur
2 msk hveiti
1 msk kanill
(2 dl hnetur ef vill)


Aðferð

Kaka:
-Blanda saman í skál öllu nema bræddu smjöri. Hræra saman þar til að myndast samfellt deig
-Blanda bræddu smjörinu saman í 2 skömmtum og hræra vel.
-Smyrja í smurt skúffukökuform

Kanilblanda
-Blanda saman í skál mjúku smjöri (hægt að lina það á lágum krafti í örbylgju ef það er að koma beint úr ísskápnum), hveiti, kanil og púðursykur og hræra vel saman
-Setja í doppum yfir allt deigið og fara svo í gegnum doppurnar með hníf og blanda kanilblöndunni þannig við deigið

Baka í miðjum ofni á 180°C í 30-35 mín

Ofaná 
-Þegar kakan er bökuð og aðeins búin að kólna er gerður glassúr úr mjólk, flórsykri og vanilluextract/dropum. Magn og þykkt fer eiginlega alveg eftir smekk


njótið  ! ;)

SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig