sunnudagur, 2. október 2016

Eplaskífur


Mér þykir næstum því hálf leitt að vera að setja inn uppskrift sem þar sem þú þarft að eiga sérstaka pönnu til að geta útbúið þetta :)

Svo finnst mér líka hálf leitt að vera að gefa ykkur uppskrift að EPLAskífum sem innihalda engin epli! :) Eitt sinn voru þessar eplaskífur bakaðar með eplum eða eplamús inní en það tíðkast víst ekki lengur.
Þess í stað eru eplaskífurnar vanalega bornar fram með sultu og stráð yfir þær flórsykri

Amma Ragna heitin gaf mér þessa pönnu sem ég á og ég held alltaf alveg gríðarlega upp á hana.
og svo til að gefa ykkur tips þá er alveg gríðarlega sniðugt að gefa matgæðingum sem eiga.allt.undirsólinni. svona pönnu að gjöf í jólagjöf eða við annað tækifæri


Bleik skál. Það verður allt betra úr bleikri skál 

allt sett saman í skál fyrir utan eggjahvíturnar

hrært saman og svo er þeyttum eggjahvítum hrært varlega samanvið 

muna, nota lítinn hita á pönnuna, annars verða eplaskífurnar hráar að innan og of dökkar að utan 

það getur tekið nokkrar tilraunir að læra að snúa eplaskífunum við í pönnunni, mér finnst best að setja þær fyrst upp á hlið í nokkrar sekúndur

og svo á hvolf 

ég velti þeim svo nokkrum sinnum um í pönnunni svo þær steikist jafnt og bakist í gegn 

alveg ótrúlega krúttlegt!! :) 

Bleikt mót. Allt betra í bleiku! :) 

heimagerð bláberjasulta og heimagert rifsberjahlaup. 


Uppskrift 
(gerir 24-28 stk af eplaskífum) 

130 gr nýmjólk
130 gr súrmjólk 
250 gr hveiti 
25 gr sykur
2 tsk kardimommur (ekki dropar, heldur duft) 
1/4 tsk salt 
2 tsk lyftidudt 
2 egg (hvíturnar skildar frá og þeyttar sér) 

Aðferð: 
-Setið saman í skál, mjólk, súrmjólk, þurrefni og 2 eggjarauður, hrærið saman. (EKKI fá flog ef það eru kekkir, þeir eru algerlega í lagi) 
-Stífþeytið eggjahvítur í sér skál og bætið útí deigsoppuna varlega með sleif. (ATH ef eggin eru lítil þarf að bæta meiri vökva (mjólk) í deigið).
-Deigsoppan á að renna úr ausu í eplaskífupönnuna, hún á ekki að vera of þykk. 
-Hitið pönnuna á vægum hita. Setjið örlitla doppu af smjöri í hverja holu fyrir sig og fyllið holurnar 4/5 fullt. 
-Ekki bíða of lengi með að snúa þeim við því að þá verða eplaskífurnar holar að innan. Gott er að nota grillpinna (tré eða járn) eða tannstöngul til þess að stinga í eplaskífurnar til að velta þeim við. 
-Rúllið eplaskífunum á alla hliðar í 2-3 mínútur eða þar til þær eru ekki lengur hráar í gegn. Ég mæli með að smakka eina til að vera viss! ;) (eða stinga hreinum tanstöngli í þær og sjá hvort að hann komi hreinn út) 
-Bragðast besta heitar og berist fram með flórsykri og sultu. Einnig er hægt að bera þær fram með Nutella og flórsykri til að prufa eitthvað nýtt. 

Njótið 


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig