sunnudagur, 8. janúar 2012

Frönsk lauksúpa

Til þess að þessi súpa verði sem best þarf að brúna laukinn í olíu og smjöri hægt og rólega við vægan hita í langan tíma. Eftir að því hefur verið náð þarf að sjóða laukinn í töluverðan tíma í soði til þess að bragðið dreyfi sér og súpan verði falleg og koparlituð

Uppskriftin er tekin uppúr bók sem gefin var út fyrir rúmum 50 árum af Juliu Child (US) sem fluttist til Frakklands, lærði þar að elda franskan mat og gaf svo út bók til þess að kenna Bandaríkjamönnum að elda franskan mat.





Ég mæli svo auðvitað með að allir horfi á myndina Julie and Julia 


En aftur að uppskriftinni að hinni frönsku lauksúpu ! 

nr 1
Gerið ráð fyrir 2 og hálfum tíma í eldunartíma ! 






Súpan er svoldið skýjuð. Ég keypti tilbúið soð í Kosti (eina fernu og notaði svo vatn og teninga sem hinn líterinn sem til þurfti) Soðið í fernunni er aðeins skýjað, en mjög gott 




NAMM! 



Uppskrift og aðferð: 

Fyrir 4-6 (fer algerlega eftir skammtastærð hvers og eins. Ég myndi jafnvel gera þessa súpu fyrir 3)

5 bollar fínt niðursneiddir laukar eða um 680 gr 
3 msk smjör 
1 msk matarolía 

- Eldið laukinn við vægan hita í smjörinu og olíunni í 15 mínútur með lokið Á ! 

1 tsk salt 
1/4 tsk sykur 

-Talið lokið af, hækkið hitann á hellunni upp í miðlungs hita og eldið laukinn í 30-40 mínútur, hrærið oft í, þar til að laukurinn er orðinn fallega karamellu brúnn

3 msk hveiti 

-Stráið yfir og hrærið í 3 mínútur (hér þurfti ég að bæta smá smjöri við, þetta var annars of þurrt)

2 L af nautasoði 
(hér er hægt að kaupa soð tilbúið í fernum, nota vatn og nautakraftstening (2 teningar í hvern líter af vatni) eða nota sitt eigið heimatilbúna soð)

1/2 bolli hvítvín (ég sleppti þessu)

- hellið soði og víni útí pottinn og kryddið með salt og pipar. 
-Sjóðið við vægan hita með pottinn hálf lokaðan í 30-40 mínútur 

Eftir þann tíma, bætið við salti og pipar eftir þörfum og setjið í skálar með þurrkuðum baguette sneiðum yfir + ost. 
Setjið undir grillið í ofninum þar til osturinn er gullinn og bráðinn

Þurrkað Baguette: 

Skerið baguette í 2.5-3 cm sneiðar. Setjið inní ofn á 160°C í 20-30 mínútur, þar til brauðið er orðið hart og örlítið brúnað 




Ath:
nei ég á ekki svona skál: 


Svona skál má fara inní ofn og undir grillið

Ég tók samt áhættu með mínar skálar, kveikti á grillinu í ofninum, lét það verða mjög heitt og stakk svo skálunum undir en hafði ofninn opinn til þess að hitinn sem myndi umkringja skálarnar yrði sem minnstur.  Það er allt í lagi með mínar skálar og ég mun örugglega halda áfram að gera þetta svona. Ég nenni ekki að fylla skápana enn meir af einhverju dóti sem er aðeins ætlað í einn hlut (úff ég á nóg af því). 
En ég ætla ekki að mæla með þessu ;) 













SHARE:

4 ummæli

  1. Nafnlaus10:15 e.h.

    Girnilegt - hvað er merkilegt við þessa skál sem þú setur mynd af? Ég á skálar sem virka eiginlega alveg nákvæmlega eins...
    kv.
    Marta J.

    SvaraEyða
  2. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en þessar skálar eiga að vera eldfastar ?

    SvaraEyða
  3. Svanur7:15 e.h.

    Súpan verður aðallega skýjuð útaf hveitinu sem er notað í hana. Aðrar uppskriftir sem ég hef prófað eru ekki eins skýjaðar og þar er ekkert hveiti. Það skemmtilgasta við svona lauksúpu er að maður getur leikið sér með hvernig vín maður notar til að breyta bragðprófílnum. Julia Child notar hvítvín og síðan koníak í lokin. Ég hef einnig prófað uppskriftir sem nota púrtvín og það er líka fjandi fínt.

    SvaraEyða
  4. Já, ég stefni á að prufa koníakið næst, þú greinilega ert orðinn ansi lunkinn í lauksúpum :)

    en jú það er rétt, hún var aðeins skýjuð eftir að ég setti vatnið + kjötkraftinn útí en varð svo enn skýjaðri við að nota soðið úr fernunni sem var töluvert gruggugara en mig minnti.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig