fimmtudagur, 17. nóvember 2011

Piparostasveppasósa

þessi sósa er góð, svakalega óholl og svakalega góð. Alveg merkilegt hvað svoleiðis skuli fara saman.

Ég ætla samt að spilla ykkur með því að kenna ykkur að gera piparsveppaostasósuna og svo þið getið boðið vinum uppá sósuna í næsta matarboði.
Ég myndi kannski ekki setja sósuna útá lambakjöt eða nautasteik en allt er auðvitað hægt. Ég kýs að setja þessa sósu útá svínakjöt, kjúkling, kalkún og pasta.

Byrjið á að steikja sveppi, lauk og hvítlauk í 1 msk af smjöribætið rjóma, piparosti og kjötkrafti útí


passið að þetta brenni ekki næsta korterið og hrærið mjög vel. . . þar til osturinn er allur bráðinn 


Eins og lýsingarnar undir myndunum gefa í skyn þá er sósan afskaplega au2 ðveld 

uppskrift: fyrir um 6 

1/2 laukur, mjög smátt saxaður
1 hvítlauksrif (má sleppa), smátt saxað eða marið 
1 askja sveppir, niður sneiddir 
1 msk smjör
500 ml rjómi
1 piparostur smátt niður skorinn. 
1 teningur kjötkraftur


Aðferð:
-steikið sveppi, lauk og hvítlauk í smjöri þar til að sveppirnir hafa tekið smá lit 
-bætið rjóma, piparosti og kjötkrafti útí og sjóðið við vægan hita þar til allur piparosturinn er bráðnaður. 

punktar
-það er leiðinlegt að skera niður piparost, það er líka hægt að rífa hann ef þið viljið. 
-Það sparar tíma að eyða örlitlum tíma í að skera ostinn fínt niður, annars er hann mjög lengi að bráðna 
-Hægt er að breyta sósunni í pastasósu með þvi að steikja beikon og skinku með sveppunum og nota aðeins minni ost. 
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus6:00 e.h.

    snilldarsósa, ég nota hana oft með lambakjöti og finnst það mjög gott :-)
    Þorbjörg

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig