mánudagur, 24. október 2011

Sítrónu bollakökur með bláberjafyllingu

Lýsing:
Bollakökurnar eru fágaðar með skírskotun til sítrónukökunnar sem amma gerir. Þó þær séu bragðsterkar eru þær á sama máta mjög léttar og rakar. Inní miðri köku er heimagerð bláberjasulta sem kemur á óvart um leið og bitið er í kökuna. Punktinn yfir i-ið setur svo fallegt smjörkrem með örlitlu vanillubragði.
Kökurnar eru æðislegar fyrir sunnudagskaffið eða með heitum kaffibolla með góðum vinum.Uppskrift (gerir 12 kökur):

130 gr smjör (lint)
1 bolli sykur
75 gr rjómaostur
2 egg
1 tsk rifinn sítrónubörkur
1 tsk sítrónusafi
1/2 tsk vanilludropar
1/4 tsk lyftiduft
1 bolli hveiti

(1 bolli eru 2.5 dl)

Aðferð:
-Þeytið saman í handþeytara eða hrærivél smjör og sykur þar til það er létt og ljóst
-Bætið saman við smjörið og sykurinn rjómaosti og þeytið vel saman við. Að lokum, bætið við eggjum saman við einu í einu og þeytið vel á milli þeirra.
-Bætið útí blönduna vanilludropa, sítrónuberki og sítrónusafa.
-Sigtið útí hveiti og lyftidufti og hrærið varlega saman. Ath að ekki hræra um of en þá verða kökurnar seigar.
-Setjið rúma matskeið í hvert bollakökuform í bollakökubakka og bakið við 180°C í 20 mín.
-Takið kökurnar út bakkanum og látið kólna á borði áður en hafist er handa við fyllinguna og kremið

Krem:
100 gr smjör
350 gr flórsykur
2 msk rjómi
1/2 tsk vanilludropar

Aðferð:
Þeytt saman í þeytara í 5 mínútúr. Bætt við rjóma eða flórsykri ef þurfa þykir


Samsetning:
-Miðja úr hverri bollaköku er tekin úr með melónukúlara. Aðeins aukalega er fjarlægt úr hverri köku. Í holurnar er sett 1 tsk af heimagerðri bláberjasultu og toppurinn settur ofan á aftur.
-Smá krem er sett ofan á hverja köku svo hún sé þakin kremi og engin kaka sést í gegn. Síðar er sprautað körfu-mynstrinu á með stút nr 47 frá Wilton.


Verði ykkur að góðu :)
SHARE:

3 ummæli

 1. Ásta María9:06 e.h.

  Mmmm.... namm namm ;) En hvernig geriru svona rosa flott krem?

  SvaraEyða
 2. með uppskriftinni hér fyrir ofan og svo sérstökum stút á sprautupoka :)

  SvaraEyða
 3. Harpa Þöll7:51 f.h.

  Ohhh Ragna.. NAMM! :)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig