þriðjudagur, 12. júlí 2011

Marmarakaka

Góð og alveg rosalega mjúk marmarakaka... My style ! :)Sama gamla sagan... Þeytið smjör og sykur saman, bætið eggjjum einu og einu við

Setjið öll þurrefnin + vanilludropa + mjólk útí og blandið saman 

Hér eru 2 aðferðir í boði.

setjið 1/3 af deginu í smurt form, takið 1/3 frá og geymið 1/3 í skálinni.
Mín aðferð er
Setjið 2/3 af deginu í form ! :) 


Við þann 1/3 sem efitir er í skálinni bætiði við 1 1/2 msk kakó, 2 msk sykur og 2 msk mjólk og blandið saman.
Hellið síðan brúna deginu yfir hvíta degið  
stingið hníf í kökuna og rennið honum í gegn til að blanda brúna deginu aðeins við það ljósa.  
Uppskrift: 

150 g smjör/smjörlíki
1/ 1/2 dl sykur
2 egg
3 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 dl mjólk
1 tsk vanilludropar

Aðferð er eins og skýrt er frá við myndirnar.
Bakað í 30-40 mín í 180°C í miðjum ofni eða þar til pinni sem stunginn er í miðja kökuna kemur hreinn út og ekki með óbökuðu deigi á.
Á Höfðabrekku gerði ég vanalega um 30 marmarakökur í einu. Þá hætti ég að nenna þessu ljóst-brúnt-ljóst deig þegar maður setur deigið í formin... Það var OF mikið vesen.  Ég fór þá að setja ljóst deg 2/3 hlutar og 1/3 hlutann brúnan ofan á það ljósa. Þetta blandast ágætlega saman og kemur vel út.
Prufið hvorugtveggja og sjáið hvað þið viljið gera

Endilega takið kökuna svo með ykkur í útilegur í sumar :)

SHARE:

5 ummæli

 1. Elska þessa síðu! Haha, ég er endalaust að skoða uppskriftir hér og hef prufað þær nokkrar;) Haltu áfram frábæru bloggi..!

  SvaraEyða
 2. Elska þetta blogg*

  SvaraEyða
 3. við mamma gerðum alltaf brúnt -ljóst - brúnt þegar ég var lítil, því okkur finnst brúna betra ;)

  SvaraEyða
 4. Hvað koma margar út úr 1 uppskrift?

  SvaraEyða
  Svör
  1. ein kaka kemur úr einni uppskrift.

   Eyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig