sunnudagur, 3. júlí 2011

Grillmarkaðurinn

ég bauð Viðari út að borða á Grillmarkaðinn  á föstudaginn síðasta á fyrsta formlega opnunarkvöldinu. Fyrr í vikunni hafði verið "rennsli" og á fimmtudeginum opnunarveisla.
Var ótrúlega ánægð að hafa náð að panta borð og við klæddum okkur því upp og fórum á formlegt date :)

Vorum bæði afskaplega spennt fyrir að prufa staðinn og vorum harðákveðin í að við skyldum fá okkur kjöt.

Allt þarna er mjög framandi og fallegt á að líta og mörg smáatriði alveg stórskemmtileg.

Til að byrja með þá eru matseðlarnir one of a kind ...

Matseðill eru A4 blöð, fest á voldugt, ryðgað/lakkað járnspjald. 

Afar frumleg leið til að bera fram brauð 

Ég sem drekk ekki rauðvín geri það af og til þegar ég fæ mér nautasteik...

Viðar beið spenntur eftir matnum

í forrétt fengum við okkur skötuselsspjót. 

ég fékk mér nautakótilettu með tilheyrandi meðlæti

mmmm!!!

Viðar fékk sér kjötþrennu, nautakjöt, lambakjöt og önd ég hefði kannski snyrt þetta betur EF ég hefði ekki verið alveg búin með magaplássið

Viðar ansi sáttur ! 

mynd yfir grillið margumtalaða


Smá um matinn:

Skötuselurinn var æði... Sterk marinering og mátulega rétt svo eldaður í gegn. Bragðaðist næstum eins og humar.

Steikin sem ég bað um medium kom rare. Það rann ekki einu sinni blóð úr miðri steikinni, hún var það rare steikt. Spurning hvort að hún hefði eldast aðeins meira ef hún hefði fengið nægan tíma til að jafna sig eftir eldunina á grillinu en ég því miður þurfti að senda hana til baka. Eftir 10 mínútur kom hún aftur fullkomlega elduð. Hvað varðar gæðin á steikinni þá var hún mjög mjög bragðgóð. En ég á enn eftir að finna þetta meyra og mjúka nautakjöt á Íslandi sem maður hefur fengið á dýrum veitingastöðum útí heimi.  Á íslenskan mælikvarða er þessi steik á toppnum. 
Fannst svoldið skemmtilegt að fá krullufranskar með og þær eru alltaf góðar. Við reyndar pöntuðum okkur stökkar kartöflur með sem komu í einhversskonar hvítlaukssósu og úff... þær voru góðar! 
Steikin kemur á stórum viðarplatta sem hélt hita í matnum í lengri tíma. Mjög magnað.
Gaman var að fá meðlætið með í litlum skálum þar sem mér finnst svoldið óaðlaðandi að borða meðlæti með steik löðrandi úr blóðugum safa frá kjötinu. Eina sem ég hef útá að setja með meðlætið að mér fannst það koma svoldið úr sitthvorri áttinni. Purée sem var örlítið sætt, sveppir með káli sem var örlítið súrt, krullufranskar og svo salatblöð með fetaosti sem var með sterku rósmarínbragði (eins og hann oftast er).  Ofan á kjötinu flaut svo þunn og vel niðursoðin kirsuberjasósa sem var mjög spennandi á bragðið og full af óvæntum eftirbrögðum og þarofan á baunaspírur sem mér fannst ekki alveg eiga við en mjög ferskar og góðar. 

Þjónustan var góð. Greinilegt var að starfsfólkið er enn að krafla sig fram úr byrjunarerfiðleikum og virtist stundum ganga í hringi en ég get ekki annað en gefið þjóninum okkar (Natasha) súper einkunn. Sérstaklega þegar það kom að því að steikja steikina mína betur og fékk ég 2x statusupdate um að hún væri alveg að koma. 

Viðar var mjög ánægður með sitt en ég ætla ekki að tala fyrir hann hér. Allt hans kjöt var medium steikt og öndin meira kannski útí medium-rare eins og hún á að vera. 

Heildarverð var um 12 þúsund sem ég tel svo sannarlega vera sanngjarnt verð og hef nákvæmlega engu við að bæta með það. 

Klikkuðum á að fara á neðri hæðina og skoða okkur um en við erum bæði svo spennt fyrir að fara aftur og prufa fleira á matseðlinum að það verður vonandi ekki langt þangað til að það verður :)

ég hvet ykkur til að fara á Grillmarkaðinn og fá ykkur góðan mat :) 


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig