fimmtudagur, 28. júlí 2011

Busy bee

Ég hef verið meira en lítið upptekin sl 2 vikurnar... unnið út í eitt og gert lítið annað.

Það virðist vera næg röksemdarfærsla hjá yfirstjórn spítalans að það sé í lagi að loka fjöldanum öllum af sjúkraplássum/rúmum yfir sumarmánuðina "af því að það hefur verið gert áður" ?!
Mig dauðlangar að sjá tölfræðina yfir það hvort að það séu FÆRRI sjúklingar á sumrin heldur en á veturna?
Sumarið hefur því einkennst af deildarvinnu á slysadeildinni, vitandi það að að séu sjúklingar um alla ganga uppí húsi þar sem deildar eru lokaðar.

Að vísu er ég farin að sjá fyrir endan á þessu fjöri og fer í sumarfrí eftir kvöldvaktina í kvöld ! Kem svo ekki aftur fyrr en 5. september.
Já loksins á ég mitt fyrsta sumarfrí og dauðkvíður næstum því fyrir því. Hvað á ég að gera í rúmar 4 vikur ??
Held að ég læri að prjóna?
Eða kannski ætti ég að vera súper dugleg að finna og búa til uppskriftir til að setja á bloggið svo þið getið fengið að njóta reglulega næstu vikurnar :)


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig