miðvikudagur, 16. febrúar 2011

Tebollur

Þessar tebollur eru mjög líkar þeim maður fær í bakaríum nema að þær eru kannski ekki alveg jafn þéttar.
Hægt er að gera þær litlar eins og smákökur en ég vil oftast hafa þær frekar stórar og dugir þessi uppskrift því bara í 6-8 tebollur hjá mér :)





Uppskrift: 


3.5 dl hveiti
1.5 tsk lyftiduft
3/4 dl sykur
100 gr smjörlíki/smjör
1.5 tsk kardimommudropar
1 egg
1 dl mjólk
1 dl rúsínur eða grófsaxað suðusúkkulaði (eða 1/2 dl af hvoru)

Aðferð: 

Setjið öll þurrefnin í skál og myljið saman smjörinu með höndunum.
Gott er að taka lúku fulla af hveiti og smjörmulningi og nudda 2 höndum saman til að ná mestu klumpunum úr. Að lokum þarf að blandan að líta út eins og mulið kex og ekki með stórum bitum af smjöri.

Hrærið saman eggi og mjólk þar til deigið  verður samfellt.
Ath það er nokkuð þykkt !

Bætið rúsínum og/eða súkkulaði saman við


Setjið á plötu klædda bökunarpappír með 2 skeiðum. Það er í lagi að kúlurnar séu úfnar og ójafnar. Kökurnar renna töluvert mikið út, svo passið ykkur að hafa ekki of stutt á milli.

Mínar kúlur eru eins og mandarína að stærð.

Bakist við 180°C í miðjum ofni í ca 15-20 mínútur eða þar til að kökurnar hafa tekið nokkurn lit í könntunum og falla ekki saman ef þið bankið í þær með puttunum.
Ath, ef þær eru í dekkri kanntinum þá eru þær stökkari og það er það sem ég kýs sjálf



Ef ykkur langar, þá getiði dýft hálfum kökunum ofan í bráðið hjúpsúkkulaði og eruð þá komin með tebollur eins og úr bakaríi

Þessa uppskrift er tilvalið að gera í miðri viku ef það koma gestir í kaffi einnig slá þessar alltaf í gegn í útilegum, lautarferðum sem og öðrum ferðalögum

Fljótleg og auðveld uppskrift
SHARE:

6 ummæli

  1. Nafnlaus2:28 e.h.

    hæ ég prófaði þessa uppskrift, gerði kúlur eins og þú sagðir og þær voru svolítið úfnar en þær runnu lítið sem ekkert út, veistu hverju ég gæti verið að klikka á?

    kv. Svava:)

    SvaraEyða
  2. Ef það er alveg pottþétt að ekkert hafi gleymst þá hlýtur að vera að það hafi verið aðeins og lítil mjólk.
    Ég myndi t.d. aldrei getað mótað kúlurnar með höndunum. Deigið er þykk deigsoppa.

    SvaraEyða
  3. Ætla að prufa þessa uppskrift bráðlega, lítur vel út:)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus5:49 e.h.

    Var að gera þessar :) Þær eru rosalega góðar og einfaldar - fór reyndar alltof mikið af kardimommudropum óvart og kökurnar líða aðeins fyrir það.
    En fyrir byrjanda einsog mig þá er þetta alger snilld.
    Ég er með þær meðalstórar og fékk 11 úr þessari uppskrift.
    Besta síðan - er húkkt á henni núna í fæðingarorlofinu :)
    Takk Ragna

    Íris Fríða

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus6:09 e.h.

    Þessar eru í ofninum hjá mér núna, held reyndar að ég setti of mikið að kardimommudropum hehe :)En maður lærir af mistökum sínum ;) Hlakkar til að smakka!

    SvaraEyða
  6. Var að baka þessar, enn of heitar til að smakka en heppnuðust að mér sýnist alveg hreint frábærlega hjá mér. Líta rosalega vel út, nema ég átti reyndar ekki kardimommudropa svo ég notaði bara vanillu í staðinn :) Mjög auðveld og fljótgerð uppskrift.

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig