föstudagur, 18. febrúar 2011

Indverskt matarþema

Gourmet matarklúbburinn hittist í gærkvöldi. Í þessum mánuði var komið að mér að elda. 
Þar sem ég var veik síðast þegar ég átti að sjá um matinn hafði ég fyrir löngu ákveðið hvað ég ætlaði að gera og gat satt best að segja ekki beðið eftir að prufa þetta. 

Ég hef sl ár verið að prufa mig áfram í indverskri matargerð og hef komið mér upp all góðu kryddsafni sem þarf til þess að elda þessa tegund matar. 

Í gær gerði ég uppáhalds indverska réttinn minn, Butter Chicken ásamt meðlæti sem var Bombay Aloo (karrý kartöflur með tómat og kóríander), Saffran Hrjósgrjónum, naan brauði og auðvitað var papadums með á borðinu 

í eftirrétt var breski eftirrétturinn sem ég elska svo mikið, Sticky Toffee pudding.

Eftir allt átið spiluðum við öll saman Ticket To Ride sem er stórskemmtilegt spil :), kjöftuðum aðeins meira og enduðum svo í Wii keppni fram á nótt.

lovely!


uppskriftir af þessum réttum koma seinna :)Butter Chicken

Saffran hrísgrjón

Bombay Aloo

Naan brauð

Gourmet fólkið mikla 

eftirréttur : Sticky toffee pudding

SHARE:

5 ummæli

 1. Óóóó þetta var svo gott!

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus7:40 e.h.

  svo svo gott!!

  kv Brynja matargat :)

  SvaraEyða
 3. vá þetta lítur rosalega vel út hjá þér Ragna ! hlakka til að fá uppskriftirnar af þessu hérna á bloggið, sem er meðan ég man, alveg stór gott ! Elska Butter Chicken !
  kveðja Sibba

  SvaraEyða
 4. Ásta María2:33 f.h.

  Vá hvað ég hefði viljað vera í þessu matarboði, mjög girnilegt allt saman!!! ;)
  kv.Ásta María

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus11:49 f.h.

  Ég bilast ef þú hættir að blogga. Elska uppskriftir þínar og í kvöld ætla ég vonandi að prófa hvítlauksbrauðið með kærastanum. Mest af öllu finnst mér snilld að þú takir myndir skref fyrir skref.

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig