mánudagur, 28. febrúar 2011

Sticky toffee pudding - Döðlukaka með heitri karamellusósu

Ég kynntist þessum eftirrétt í bretlandi en þessi réttur er mjög vinsæll þar á öllum veitingastöðum og hægt er að kaupa margar tegundir af þessari köku tilbúnni í búðum, oftast í plastílláti með sósunni undir kökunni og þessu er svo stungið inní örbylgju til að hita réttinn.


Ég hef reyndar bara gert þetta 1x áður en þetta er alveg dísæt og þétt kaka með enn sætari sósu

Hér kemur uppskriftin


150 gr döðlur, saxaðar frekar smátt
200 ml sjóðandi heitt vatn
1 tsk matarsódi
60 gr smjör (helst lint)
60 gr sykur
2 egg
150 gr hveiti
1,5 tsk lyftiduft

Aðferðin er ekki flókin:
-saxið döðlurnar og látið í vatnið + matarsódann og látið standa í 10 mín eða á meðan þið gerið deigið
-Deigið er gert þanig að smjör og sykur er þeytt saman í hrærivél eða handþeytara þar til að það er orðið ljóst og svoldið fluffy, þá er eggjunum bætt saman við einu í einu og þeytt vel á milli.
-Að lokum er hveitinu og lyftiduftinu bætt saman við og döðlunum + vatninu helt saman við líka og hrært saman þar til að það er orðið slétt og fínt.

Eins og þið sjáið á myndinni þá nota ég ekki lítið ferkanntað form eins og vanalega er gert heldur lítil form sem ég keypti í Söstrene Grene fyrir mörgum árum. Hægt væri líka að nota Créme Brulée form eða einfaldlega kringlótt form.

Þetta er bakað í 20-30 mínútur í miðjum ofni á um 180 °C eða þar til að prjóni sem stungið er í miðjuna kemur ekki blautur út. Það er þó í lagi að rakir,klístraðir kökumolar séu á prjóninum.

Þegar kakan er heit eða volg, hellið sósunni yfir og berið fram

karmellusósuuppskrift:

200 gr smjör
400 gr púðursykur
250 ml rjómi
1 tsk vanillu extract


Allt sett í pott og soðið í 5 mínútur
SHARE:

5 ummæli

 1. Nafnlaus9:06 e.h.

  Namm namm namm :)

  SvaraEyða
 2. Vá - þetta er örugglega æði!

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus11:26 f.h.

  ég hef einmitt gert döðluköku í mörg ár, ælta samt að prufa þína uppskrift :)
  viltu segja í uppskriftunum hjá þér hvort þú ert með 180°C á blástri eða 180°C með undir yfir hita.... :)
  Kveðja og þetta er ÆÐIsleg síða hjá þér :)
  Sigrún Heiða Króknum :)

  SvaraEyða
 4. Ég baka aldrei á blæstri nema þegar ég baka á 2 hæðum. Svo ég verð að giska á að ég hafi bakað þetta á yfir-undir hita :)

  SvaraEyða
 5. Nafnlaus6:52 e.h.

  já oki, takk fyrir það.
  kv Sigrún Heiða

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig