föstudagur, 5. mars 2010

checking... 1... 2... 3...

Jæja... um það bil 12 tímar í brottför til Stokkhólms. Þar verð ég fram á mánudagskvöld í góðu yfirlæti hjá Kristínu og Eugene (Kristín og Viðar eru systkinabörn) í miðborg Stokkhólms.
Á mánudagskvöld mun ég fljúga í rúma klst til Vaasa þar sem William tekur á móti mér (fyrrum skiptinemi frá Novia, Vaasa), hann verður búinn að fá lyklana að herberginu/íbúðinni (ég veit seriously ekki í hverju ég mun búa!) og með survival boxið sem ég hef pantað... Þetta survival box er í rauninni alveg bilað fyndin snilld ! Þar sem ég leigi húsnæði með húsgögnum þá fylgir víst lítið annað en húsgögn með... í þessum kassa er því allt sem ég ætti að þurfa til að búa í húsnæðinu.. eins og sængurver, lak, skeið, gaffall, flöskuopnari, ausa, panna, pottur, skæri osfr osfr... ég veit.. haha. skondið helvíti ! :) En held að það eigi eftir að reynast nauðsynlegt að hafa þetta.



En aftur að Vaasa... 
Hérna á kortinu má sjá Vaasa... 
og hér má sjá vefmyndavél frá Vaasa ef þið viljið sjá hvernig veðrið sé. Skv spám þá er bara -5-7 stiga frost í næstu viku sem er mér áætur léttir þar sem að ég var farin að fá martraðir um að ég stæði í -20 frosti að bíða eftir strætó, en þannig var veðrið í síðustu viku. 

Annars er margt óljóst fyrir utan þriðjudaginn, ég veit  nokkurnveginn hvernig hann mun vera en ég mun segja ykkur seinna hvað planið er. Samkvæmt leigusamningnum á að vera internet þarna sem ég verð og ég vona að það standist :) það er amk gufubað (auðvitað) 

Núna ætla ég að skella mér á árshátíð Slysa og Bráðasviðs LSH... vúhú !

þangað til næst

bæbb
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig