Ég hef kannski verið að ýtast í þessa nýju átt í þónokkurn tíma, allt með ráðum gert kannski.
Ég hef sagt ykkur frá ástríðu minni að skoða matarblogg hérna fyrir 1-2 mánuðum síðan er það ekki ?
Núna fyrir nokkru hef ég verið að prufa að taka myndir þegar ég elda eitthvað spennandi. Ég bý til mikið af uppskriftum heima í eldhúsinu með ýmiskonar hugmyndum sem ég fæ lánaðar úr öðrum uppskriftum hjá öðrum. Næst á dagskrá er að fara að prufa að leyfa ykkur að sjá hvað ég hef verið að elda í tilraunaeldhúsinu eða að leyfa ykkur að sjá þegar ég prufa einhvera uppskrift sem er svo góð að ég verð að deila henni með ykkur :)
næst á dagskrá er að fara að blogga matarblogg eins og vinkonurnar mínar
Joy the baker
og
Bakerella
og
The Pioneer Woman
Það er samt augljóst að ef þessar tilraunir með bloggið ganga vel þá þarf að fjárfesta í alvöru SLR myndavél... :)
Ég er alveg að fíla það sko. Mmmmm... Ég finn mig fitna!
SvaraEyða