sunnudagur, 7. mars 2010

Dagar 1 og 2 í StokkhólmiJæja hér er ég þá komin og meira að segja búin að vera í 2 daga.

Ég klúðraði því ekki að vakna á réttum tíma fyrir flug (sem er það sem ég gerði síðast þegar ég flaug og VAKNAÐI þá nkl 2 tímum áður en flugið fór). Ég hagaði mér fram úr hófi skikkanlega á árshátíðinni hjá Slysa og Bráðasviði, sem þrátt fyrir það var mjög skemmtileg, og þ.a.l. var ég komin heim um 12. Ræs var kl 4.30 og tók svo rútuna á völlinn kl 5:00

Flugið var mjög gott. Hef aldrei sofið jafn mikið í einu flugi síðan ég kom heim af Hróarskeldu og tel ég það vera ansi gott. Í Stokkhólmi tók samt  veruleikinn við, já eða amk KULDINN... Hér var nefnilega -5 stiga frost og svipað mikill snjór og hann var sem mestur í Reykjavík í síðustu viku. Helstu hugsanir sem flugu í gegnum höfuðið höfðu flestar byrjunina á "af hverju valdi ég ekki heitara lönd... ég hefði getað farið til..." en nei. Decision is made og af mér einni og engum öðrum og þess vegna pakkaði ég öllum 66° north gallanum, gönguskónum, lopapeysum, treflum og bara einum sundbol (sem verður þá væntanlega notaður í finnskt ísbað en ekki sólbað ef ég finn vök til að dýfa mér í). Taskan vó 19.6 kg á leiðinni út. Sem þýðir að ég kem heim í öllum útifötunum til að koma H&M fötunum fyrir í töskunni án þess að borga yfirvigt.

Á lestarstöðinni í Stokkhólmi sótti Kristín mig og við fórum í íbúðina þeirra og Eugen sem er á frábærum stað í Stokkhólmi. Rétt hinum megin við miðbæinn, upp á hömrunum. Hér hef ég frábært útsýni yfir bæinn og er meira að segja í góðu göngufæri við hann. Strax og við vorum komnar þá fórum við niðrí bæ þar sem við hittum Eugen og dóttir þeirra (Emblu) á veitingastað og snæddum góðan hádegismat. Eftir það tók Eugen mig í Stokkhólm Crash-course 101 og þaut hann með mig um helstu staði og byggingar, keypti steinbakað brauð og krónhjört á markaði (mig langar í alvöru markaði til Íslands!) auk þess sem hann á ógnarhraða hljóp inní búð, keypti kort af stokkhólmi og merkti inná það H&M, Vasamuseum, Modern museum og "HOME" þið getið svo giskað á hvaða 2 staði ég fór á ;)

Eftir langan dag sem einkenndist miklu labbi og kulda, þar sem ég skoðaði Gamla bæinn í stokkhólmi á leiðinni heim og tók mynd af verði konungs osfrv auk þess sem ég var ennþá í fötum sem hefðu frekar passað á Íslandi og var þess vegna orðin ansi köld (kjóll, leggings, lág stígvél og lopapeysa) hoppaði ég í sturtu og ég og Kristín fórum á stað sem heitir Rival og er í eigu Benny (Abba). Þar fékk ég mér nautakjöt Entrecote sem hafði fengið að hanga EXTRA lengi...  og þessi steik var ekki að grínast með titilinn. Hún var æði... æði, æði, æði.. það er meira að segja mynd af henni í myndaalbúminu.

Eitthvað vorum við slappar eftir vín og góðan aðallrétt og dísæta eplaköku og fórum því snemma heim, sem var þó rúmlega 11. En þetta var djamm, já alveg klárlega !

Morgunmatur beið á borðinu í morgun... steinbrauðið sem keypt hafði verið í handahlaupunum deginum áður reyndist svo vera eitt það besta brauð sem ég hef smakkað og borðaði ég það því fram úr hófi...
eftir að kolvetni dagsins höfðu verið innbyrt fór ég í sveitaferð. Kristín er með íslenska hesta hérna fyrir utan Stokkhólm og ferðinni var heitið að kíkja á þá og labba aðeins með hann Fjalar, hestinn hennar Emblu en hann lenti í því að stinga sig á hol með grein fyrir 2 vikum og er sárið enn að gróa. Ég vildi auðvitað koma með og skoða sveitina en ekki sjá bara borgina.

Ég var ekki svikin af þeirri ákvörðun.. veðrið var frábært, -3°C, blanka logn, heiðskýrt og allt hvítt og fallegt. þetta var GEÐVEIKT... Svo eignaðist ég góðan vin... Fjalar varð vinur minn alveg strax og vildi lítið annað gera en að elta mig á röndum og ef ég vogaði mér að labba ekki nógu hratt þá leit hann við og  athugaði með mig. ótrúlegur hestur.

En jæja... Ég var vel klædd í dag og fór því aftur í bæjarferð. Kristín skutlaði mér að Vasamuseet sem var svo ótrúlega flott að ég missti næstum andlitið þegar ég kom hinn (kannski er partur af þessari undrun tilkominn vegna þess að ég vissi ekkert hvað átti að vera í þessu safni!)... til að gera langa sögu stutta, þá er á þessu safni eitt stykki ALVÖRU og EKTA herskip frá 17. öld sem sökk í jómfrúarferð sinni og var lyft aftur upp frá botninum árið 1961 og svo lagað og endurgert (96% skipsins er þó original).

á leiðinni heim kom ég svo aftur við í H&M og hló af fólki á skautum...

Í kvöld komu öll börnin þeirra Kristínar og Eugen saman og við borðuðum hjört... ótrúlega gott með mildu villibráðarbragði. Þarf endilega að prufa þetta aftur ;)

á morgun verð ég eitthvað á flakkinu um Stokkhólm aftur og flýg svo kl 22:50 til Vaasa.
Þá verð ég komin 2 klst á undan ykkur.

myndir frá þessum 2 dögum eru komnar inn á Smugmug gallerýið, svo endilega skoðið!

hej do!
SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus12:06 f.h.

  Gott að þetta er gaman. Fylgist með þér.
  Kv. Solveig

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus11:22 f.h.

  Mikið er gaman að lesa bloggið þitt.
  Góður penni

  Farðu varlega og hafðu það gott :)

  Kv Árný Ösp

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig