miðvikudagur, 10. mars 2010

dagar 3, 4 og 5...og er komin til Finnlands

Mánudagur:
Var ennþá í Stokkhólmi. Þar er svosem mjög gott að vera :) gerði ekki mikið þennan daginn en ég fór allavegana aðeins niðrí miðbæ og skoðaði svo gamla bæinn aðeins betur. Ég ætlaði að skoða Nobel safnið en það var lokað... svona er að vera túristi á mánudögum :) ég allavegana hlakka til að koma aftur til Stokkhólms 19. mars. Kristín og Eugen voru líka mjög góð við mig og börnin þeirra líka. Öll alveg rosalega gott fólk ! Um kvöldið flaug ég til Vaasa/Vasa.

Þriðjudagur
Eftir að hafa lent kl 01.30 í Vaasa stóð ég eins og jólasveinn að leita að Finnska folanum... AKA William. Hann var ekki með skilti með nafninu mínu á, sem var mér örlítill aulahrollsléttir. En þess í stað vissi ég ekkert hver maðurinn eða drengurinn var. Ég stóð því út á miðju gólfi og reyndi að auglýsa 66°North og að lokum kom þessi ágæti drengur gangandi til mín. eða hann var amk ágætur þangað til að hann fór að tala. Hann var svo smámæltur að þrátt fyrir stressið átti ég erfitt með að hlæja ekki smá. William skutlaði mér í herbergið sem ég á að búa í næstu 2 vikurnar. Þar fékk ég smá sjokk.. herbergið er gjörsamlega strípað og kalt, dúkur á gólfinu sem séð hefur betri ár og klósettið ekki alveg það girnilegasta. Eldhúsi og baði og sturtu deili ég með 2 stelpum sem leigja sitt hvort herbergið hérna uppi. Ég er þó fegin að vera á neðri hæðinni. á miðju gólfi stóð stór pappakassi. Þetta svokallaða Survival Box. í því eru margir hlutir, hlutir sem ég þarf að nota á meðan ég er hér. t.d. sæng, koddi, sængurver, koddaver, hnífur, gaffall, bolli, glas, pottur, ausa, upptakari osfrv. Þarna var líka gardína (ekkert er fyrir gluggunum) en hún passar engan vegin fyrir gluggana og er ALLT of lítil. Ég hef því hengt sængurver og lak fyrir gluggana (næs?) og sem betur fer komu 2 sett með í kassanum. Rúmið er planka-grind með löppum og á henni er þynnsta dýna sem ég hef sofið á síðan ég var í kórferðalögum og svaf á gólfum í félagsheimilum. Bakið mitt hefur strax hafið hávær mótmæli og hef ég komist að því að það er best að sofa alveg marflöt, amk þá stingast útlimirnir ekki ofan í harðan undirflötinn.
Ég átti erfitt með að sofna. Smá sjokk að vera komin í nýtt land og mikil óvissa með morgundaginn. Ég náði þó að sofa heila 3 tíma held ég.
Ræs var kl 07 (05 á ísl tíma, og égheld að ég hafi ennþá verið á honum). Ég hitti Hönnu (sér um skiptinema) og hún fór með mig á sjúkrahúsið í MÓSA prófið. Planið eftir það var að hún myndi skutla mér uppí skóla þar sem ég myndi hitta konuna sem sæi um hjúkrunarnemana í skiptinámi og þeirra nám. ég bað þá Hönnu hvort að hún gæti ekki hjálpað mér aðeins að koma mér fyrir í bænum. Ég vissi ekki hvað snéri upp eða niður, hvar strætóar myndu stoppa og hvernig ég myndi fá strætókort.  Hún sem betur fer aðstoðaði mig með þetta.
Deginum eyddi ég svo í skólanum með öðrum hjúkrunarnemum sem voru í verklegum æfingum og tóku að lokum próf í þeim. Mér til ágætrar gleði er kennt á sænsku í skólanum svo að ég átti auðveldara en ég hafði ímyndað mér með að fylgja eftir umræðum og skilja spurningar sem beint var til mín þó að ég hafi nú svarað á ensku.
Hér er mynd af einum hóp í verklegri æfingu. Þarna voru þau að æfa hvað þau myndu gera þegar þau fengju sjúkling grunaðan um lungnabjúg.



Um kvöldið hitti ég Sanna, (Sönnu?) sem á að "sjá" um mig á meðan ég er hér. Fín stelpa en hefur mikið að gera og ég get ekki hitt hana mikið í þessari viku. Mér þykir það svoldið miður þar sem að ég er þá mikið ein í "æðislegu" hýbýlunum mínum. Sanna hafði keypt fyrir mig internetsnúru (bless her!) svo að ferðin að hitta hana var ekki alveg til einskis þó að ég hafi verið send á vitlausa strætóstoppistöð, misst af strætónum sem fór á klst fresti og þ.a.l. beðið úti í -3°C í 1 og hálfan tíma til að fara niðrí bæ, borða 2 pizzasneiðar og fatta svo að síðasti strætóinn heim færi eftir 2 mínútur, eða 25 mín eftir að ég hafði komið. . . já ég veit. í gær var EKKI minn dagur. mikið rosalega langaði mig heim. Internetið minnkaði þó einmannaleikann og ég sá og talaði við Viðar minn á Skype... það var rosalega gott ;) 

Miðvikudagur: 
planið var að hafa þennan dag aðeins betri en hinn svo að ég saug upp í nefið og skundaði í strætó snemma í morgun. Ferðinni var heitið á heilsugæslustöðina sem rekur svokallaða Akutmottagning og er sniðug móttaka. Ég var samt ennþá alveg útkeyrð eftir daginn áður og var svolítið absent raunveruleikanum í dag. Þarna er talað sænsku við flesta sjúklinga en finnsku við aðra. Enn og enn kann ég meira og meira að meta það að hér sé ekki BARA töluð finnska. Þá væri ég sko í alvörunni palli var einn í heiminum. Kl 2 var deginum lokið hjá mér og ein hjúkkan skutlaði mér heim. úff.. það var gott. stytti ferðina heim um tæpan klukkutíma :) eftir langan lúr eyddi ég svo restinum á deginum í herberginu sem ég hef reynt að gera fallegra og að berja í mig kjarkinn og segja við sjálfa mig að þetta verði allt í lagi :) 




Hér er svo mynd af eldhúsinu fallega. Þarna var ég að hita mér örbylgjusúpu. Hún bragðaðist SVO illa að ég henti henni og endaði á því að fá mér banana... sem var kannski ágætt. Matarlystin hefur verið eitthvað takmörkuð hvort sem er :)

takk fyrir kveðjurnar. Þær skipta mig miklu máli

kveðja
Ragna Björg
SHARE:

10 ummæli

  1. Nafnlaus7:33 e.h.

    Hæææ þetta verður ekkert smá fljótt að líða og á endanum viltu örugglega ekki koma heim ;)
    Gaman að sjá myndirnar :)

    kveðja
    Brynja

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:09 e.h.

    Elsku Ragna

    Hafðu það sem best í útlandinu :)

    Kveðja Guðný og Arndís Eva

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus8:46 e.h.

    knús á þig dúllan mín.. ég veit þú heldur þetta út. Þetta gerir dvölina en minnistæðari fyrir vikið ;)
    kossar til þín sæta mín.. farin að hlakka annsi mikið til að sjá þig.
    kveðja nú frá Hammel :)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus8:56 e.h.

    þú átt eftir að tækla þetta ;)
    hef enga trú á öðru
    Kveðja Hrönn

    SvaraEyða
  5. Þetta er bara ævintýri og gott í reynslubankann! :) Have fun :)

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus1:20 f.h.

    þú kemst í gegnum þetta og átt eftir að brosa þegar þú rifjar upp þetta ævintýri sem verður fljótt að líða og þú ferð að kynnast betur fólkinu í kringum þig.
    Kv.Linda G

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus8:22 f.h.

    Ðmámæltur að taka á móti ðér?? Bara fyndið! Vona að skrokkurinn aðlagist þessu rúmskrifli . Þú ert hetja. U rule!
    Kv. Solveig

    SvaraEyða
  8. Harpa Þöll6:44 e.h.

    Ohh ég vildi óska þess að ég hefði verið með þér þegar smámælti finnin tók á móti þér!! haha.. moment to remember :)
    En skemmtu þér vel sæta - þetta á eftir að FLJÚGA frá þér án þess að þú takir eftir því :)

    knúsknús

    - Harpa Þöll

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus7:48 e.h.

    Þetta verður örugglega rosa lífsreynsla hjá þér :) Gaman að lesa hjá þér.
    Hafðu það sem best...Tinna Ívarsd.

    SvaraEyða
  10. Nafnlaus9:44 e.h.

    Þetta er stuttur tími og á eftir að fljúga áfram:) Átt eftir að eiga góðar sögur frá þessari dvöl þegar þú kemur heim....
    Hef fulla trú á að þú meikir þetta með glans, gangi þér vel með framhaldið!

    kveðja Þórey

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig