þriðjudagur, 16. mars 2010

ferdablogg enn og aftur

Blogg
Jæja...

Þá er best að halda áfram með ferðabloggið.Ég veit ekki alveg hvert ég var komin en ég skal amk byrja á föstudeginum. Hann var svosem ekkert ólíkur miðvikudeginum og fimmtudeginum. Tók strætó á Korsholm HVC og var þar um daginn. Um kvöldið hitti ég Sönnu (leiðbeinandinn minn) og við fengum okkur kaffi og samloku heima hjá henni og gengum svo 2 km í ágætu en köldu veðri á annan stað í bænum þar sem nemar í physical theatre (líkamleg leiklist?) voru með leikrit, já eða einhversskonar sýningu þar sem þau sýndu dansa og fleira frá löndum þar sem þau höfðu verið í skiptinámi síðasta haust. Þau sýndu t.d. Óperu frá Peking, stríðsdansa frá Indlandi og ættbálkadansa frá Afríku. Þetta var alveg hin besta skemmtun og góð tilbreyting frá the usual things hérna í Vasa.

Til að fara heim með strætó þurfti ég samt að vera snögg í snúningum og það var alveg víst að ég hefði ekki náð að ganga í miðbæinn. Ég hitti því hjón sem voru að fara í miðbæinn og það var ekkert sjálfsagðara en að ég fengi far með þeim. Þegar ég kom í miðbæinn fattaði ég að lokum það að ég hafði tekið mikinn feil á strætótímunum og langt langt langt í næsta strætó. :( Þar sem að mér var kalt og ég var þreytt og lítil í mér ákvað ég að ég myndi bara splæsa í Taxa heim. ÉG vatt mér því að 2 konum sem stóðu á götuhorni að spjalla og spurði þær hvort að það væri ekki leigubílastöð einhversstaðar nálægt, ég væri nefnilega svoldið týnd. Konurnar brugðust elskulega við og ekki bara hringdu á taxa fyrir mig, heldur biðu þær með mér þangað til að hann kom. Það vantar ekki hvað fólk hérna er kurteist og almennilegt! 3000 kr síðar var ég komin heim ...Laugardagur:

Lærði og las allan daginn til 5... fór þá niðrí bæ. Nema hvað... Strætó gengur á öðrum tímum um helgar (ég mundi það ekki) svo að ég var komin hálftíma of snemma.... ofan á það þá kom strætóinn hálftíma OF SEINT... Það var því ansi langur klukkutími sem ég eyddi i dúnúlpu og kjól að bíða eftir strætó... oh. ég var svo á því að fara heim... Fara bara heim, undir sæng og vera þar alveg þangað til að ég gæti tekið fyrsta flug til Stokkhólms! En... Ég beið... fór svo í partý með öðrum samnemendum Sönnu í leiklistarskólanum og kíkti á djammið. Tjah, það var ágætt. Svona fyrir utan það að bjórinn kostaði 1200 kall. Sem betur fer tók ég íslensku leiðina á þetta og var með nesti með í töskunni. (já, skamm skamm). Ég entist þó ekki lengi, heldur bara til 2 og 3000 kr seinna var ég komin heim.Á sunnudaginn vissi ég að ég myndi vera að læra allan daginn.. Sanna var að vinna svo að ég gat ekkert hitt hana. Mér datt því það snjallræði í hug að fara niðrí bæ, finna mér kaffihús og vera þar með tölvuna. Ég er nefnilega ekki ENN komin með stól í herbergið og er bara í boði að sitja í rúminu eða liggja í rúminu, (já eða sitja á gólfinu fyrir framan skrifborðið til tilbreytingar ?). En já. Ég varð að sjá fólk. Þegar maður er ekki alveg upp á sitt besta þá er ekkert verra en að vera einn í herbergi allan daginn og tala ekki við nokkurn mann.

OK... Fyrsti strætó dagsins fór kl 12.27 og næsti kl 14.27 osfrv til 18.27... Það var því ekki mikið í boði hvenær maður myndi fara. En jú, ég setti upp andlitið, tyllti sólgleraugum á nefið og skundaði af stað með tölvutöskuna á öxlinni. Þegar ég kom niðrí bæ blöstu við mér hellingur af búðum og ALLAR lokaðar. Það eina sem ég fann opið var H&M, íþróttabúð og MacDonalds.. frrrrábært! Ég því var ekki lengi að snúa við til að finna annan strætó heim. Sem betur fer mætti ég þar einum svo að ég þurfti ekki að húka á MacDonalds í 2 tíma til að bíða eftir þeim næsta. Þannig var svo dagurinn minn. Var í herberginu að læra, sitjandi og liggjandi í rúminu til skiptis. Skrapp svo fram til að hita mér í potti örbylgjupasta (hér er enginn örbylgjuofn) og þegar ég kem svo til baka er allt í einu ekkert internet.. hmm... skrítið. Fyrst hélt ég að internet tengingin væri biluð, svo hélt ég að snúran væri biluð.. en eftir að hafa prufað netið hjá stelpunni uppi og hún prufað mitt net þá komst ég að því að það er Portið á tölvunni minni þar sem Ethernet snúran tengist í sem er bilað :( who’s the lucky champ??

Verð að viðurkenna að þar kom stærsta melt-downið til þessa. Hvað á ég að gera án internets á kvöldin? Ég sem hafði haldið því fram að það eina sem gerði þessa dvöl á einhvern hátt bærilega var ða geta komist á internetið og talað við fólk. Amk mér finndist ég ekki vera ein. Frábært. Þarna var það þá farið (úff... when irony hits you ;) )Eftir að hafa huggað mig við Mömmu og Viðar ákvað ég að gefa morgundeginum amk sjéns. Ég ætti jú ennþá eftir ða prufa að fara á sjúkrabílinn. Ef morgundagurinn yrði ekki betri þá ætlaði ég að reyna að finna mér flug sem fyrst héðan í burtu. Eftir að hafa horft á Julia and Julie sofnaði ég loksins fyrir nóttina en svaf þó ekki mikið.Mánudagur:

Löng nótt... úff. En jæja. Nýtt verknám, nýr staður. Segja í 3. sinn: “Hæ ég er Ragna, já ég kom síðasta mánudag, já ég fer 19. mars, hér er mikill snjór, nei það er enginn snjór á Íslandi, já ég skil smá sænsku ef þú talar hægt.” osfrv osfrv... þetta er orðið pínu lítið þreytandi. Ég vissi hvaða strætó ég ætti að taka svo að það var ekkert mál. Ég vissi bara EKKERT hvar ég ætti að fara úr strætónum því að ég vissi ekki hvar Sjúkrabílastöðin er. Ég benti því strætóbílstjóranum á hvar ég þyrfti að fara út og hann jánkaði því. Hingað til hafði þetta virkað hjá mér...

Allt í einu stoppar strætóbílstjórinn á beinum vegi og segir að hér sé mitt stopp. Ég spurði hann hvort að hann væri að tala við mig og hann jánkaði því. Eitthvað fannst mér þessi beini vegur skrítinn þar sem að mín stoppistöð átti að vera í beygju svo að ég fór frammí (öðrum farþegum örugglega til ágæts pirrings) og spurði hann hvort að við værum “HÉR” og benti á kortið. Hann sagði já og ég þorði þvi ekki annað en að fara út. Þegar ég stóð orðið úti í skítakuldanum og horfði í kringum mig þá leist mér ekki á þetta... .Ég var í útjaðri á einhverju hverfi! Engir sjúkrabílar nálægt! (andskotinn) Aðeins lengra í burtu sá ég ljósaskitli og giskað á að það væri bensínstöð sem það betur fer var. Ég þrammaði því þar inn vopnuð kortinu mínu og spurði hvort hann talaði ensku. “a little”, var svarið, og er það oftast alveg nóg, sérstaklega þegar spurningin: “were am I?” kemur frá stelpu veifandi korti! Hann merkti fyrir mig inná kortið hvar ég væri og það var ekki beint nálægt sjúkrabílastöðinni... Við tók því labb eftir kortinu í rúmar 15 mínútur. Nei, það er ekki slæmt. 15 mínútur er ekkert .... en 15 mínútur í -18°C frosti er ekkert grín... brrrr... Ég fann ekki fyrir lærunum og fótleggjunum í klst eftir að ég kom á sjúkrabílastöðina, öll hrímuð í framan, í hárinu og trefillinn minn var orðinn hvítur af hrími. Thank god að það var ekki rok heldur var blanka blanka logn og sjálfsagt eins fallegt og gott veður eins og það getur gerst í -18°C frosti.

Það var vel tekið á móti mér á sjúkrabílastöðinni. Strákur sem heitir Daniel tók á móti mér og kynnti sig þannig að ég yrði með honum þennan daginn. Hann er fínn... sem er mjög fínt ! Ég dressaði mig því næst upp í rauðu sjúkrabílafötin frá þeim og fór skömmu eftir það í fyrsta útkallið... tæplega eins árs strákur í andnauð... blá ljós, sírenur og hálka... Vííí... mér fannst gaman! loksins var í alvörunni GAMAN í Finnlandi. Dagurinn leið hratt og mér leið vel innan um strákana á stöðinni. Það er einhvernvegin mér eðlislægra að vera í kringum stráka en stelpur. Það er svo miklu einfaldara allt og óþvingað. Ég fékk líka fyrstu alvöru máltíðina mína í hádeginu og kvíðinn og stressið var orðið það lítið að ég fann í fyrsta sinn fyrir hungri síðan ég kom út. Í dag ákvað ég semsagt að gefa þessu sjéns... amk um sinntakk fyrir kveðjurnarRagna kuldaboli
SHARE:

4 ummæli

 1. Nafnlaus8:17 f.h.

  Birr -18.. æji shvað ég skil þetta með að hoppa upp í næstu vél heim. Vona að netið lagist hjá þér.. Það hjálpar svo mikið að bara vita af því að maðut getur náð sambandi.
  Knús og kram
  Solveig

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus10:53 f.h.

  Elsku litla frænka,
  Þetta tekur enda. Brátt kemstu í hitann á Íslandi.
  Kveðja
  Dagga

  SvaraEyða
 3. þvílík lesning! Vonandi bætir vinnan upp kuldann og strætó- og netvesen. Annars á tíminn eftir að líða hratt og þegar þú lítur til baka áttu eflaust eftir að sjá hvað þú öðlast dýrmæta reynslu þarna.
  Þú ert hetja :)

  kv. Mattý

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus9:01 f.h.

  Þú ert svo dugleg.. og þú munt ekki sjá eftir því að hafa ekki gefist upp :)

  þú veist hvar mig er að finna ef þig vantar pepp :)

  knús á þig.
  Árún

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig