föstudagur, 29. maí 2009

það eiga allir að kunna að skera lauk almennilega

skítlétt og allt og fáir virðast kunna þetta...

Þar sem að Viðar varð strax svaka flinkur við að skera lauk eftir eina smá kennslu og Þráinn og Karen eru öll á réttri leið með þetta líka þá langar mig að láta ykkur sem eruð ennþá að spá í á hvaða enda eigi að byrja og í hvaða átt á að skera þá er þetta simple


núna getiði fengið ykkur pulsu með hráum lauk án þess að bryðja laukbita á stærð við ananasbita  ;)

lítið í fréttum annars... Ég er að klára aðlögunina á slysó og mjén hvað þetta er stundum gaman. Strax orðin öruggari á svo mörgum hlutum og var svo í 3 tíma í dag á tækjadegi í vinnunni þar sem ég lærði á ómtækið, hraðdæluna, thoraxdren, bi-pap, nýjustu gerð af EKG tækjum, stuðtækið, togspelkur, arteríulínur og propack-inn.... 

újé! bring it on !
SHARE:

1 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig