föstudagur, 29. maí 2009

breytingar

íbúðin tók svo sannarlega ágætum breytingum þegar Viðar flutti í stubbaselið. Ég er nokkuð sátt með sound-ið í stórum hátölurum sem hertaka nú sitthvort stæðið hliðina á skenknum og sjónvarpið sem er flatt og að sæmilegri stærð er betra en 29" túbusjónvarp. Stóri 42" flatskjárinn kemur svo bara síðar og sjónvarpið hans Viðars fer inní herbergi, sem verður ekkert verra :)
Ég er líka fyrir löngu búin að sætta mig við Lay-z-boy stólinn sem mér fannst taka ALLT of mikið pláss í byrjun og varð að snúa allri stofunni í hálf-hring fyrir.

næst á dagskrá er að koma upp á vegg límmiðum fyrir ofan rúmið okkar. Rúmgafl er í fyrsta lagi fyrirferðamikill og í öðru lagi DÝR og Viðari hefur lengi langað til að veggfóðra vegg með heimskortinu og mér fannst það alveg út úr kú þá sættumst við mjög sátt á þessa hugmynd og eigum við bara eftir að mála vegginn fyrir ofan rúmið áður en límmiðinn fer upp á vegg.



Fyrst fann ég þetta bara á netinu og svo mér til mikillar undrunar þá fást þessir límmiðar í Húsgagnahöllinni á svipuðu verði og ég hefði getað fengið þetta úti. Límmiðarnir eru frá Ferm living og það er danskt fyrirtæki. The World Map - límmiðinn er svo 120 cm x 90 x svo að þetta er ekkert lítið
World Map kostaði 15 þúsund krónur og var sumargjöfin til okkar. Límmiðarnir sem voru aðeins minni voru að kosta um 7000 og 9000. Límmiðarnir eru ekki fastir saman en koma á glærri filmu sem er föst við bakhliðina á þeim svo að við þurfum ekkert að vera að vesenast við að koma öllum löndunum á rétta staði, svo eru þeir líka mattir og alveg roslalega flottir. Kíkið bara við uppí Húsgagnahöll :)


aðrir límmiðar sem ég hef kolfallið fyrir eru Love birds (sem ég er meira að segja búin að finna stað fyrir)
og einnig Branches:
Viddi vill svo stetja Fingerprint einhversstaðar

mig vantar stundum fleiri íbúðir til að koma öllu í verk...


adios og eigið góða helgi

SHARE:

1 ummæli

  1. Ég gaf einmitt systir minni Branches í jólagjöf. Baaaara flott!

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig