Forvitnin sigraði samt tæknióðu stelpuna og ég skráði mig á Twitter.com og ég er loksins búin að átta mig á þessu.
Twitter æðið byrjaði rólega árið 2006 og er búið að vaxa mjög í vinsældum, sérstaklega í Bandaríkjunum en twitter er byrjað að berast til fleiri landa og nokkrir eru farnir að nota Twitter hérna á íslandi (aðallega þeir allra tæknióðustu) og í dag er Twitter í þriðja sæti yfir aðsóknamestu tengslasíður internetsins á eftir Facebook og Myspace og vex hratt þar sem umferðin um síðuna jókst um 1382% í febrúar síðastliðnum.
Að skrá sig á Twitter er frítt og getur hver notandi stillt prófílinn sinn þannig að hann ráði hvort að allir geti skoðað prófílinn hans og twittin eða hvort að aðeins vinir eða vinir vina geti skoðað. Hægt er að breyta bakgrunni á síðunni sinni og gera hana aðeins persónulegri (það er enn ekki hægt á facebook)
En hvað er að Twitta?
Twitter síðurnar eru mun einfaldari uppsettar og einfaldari hugmynd heldur en Facebook síðurnar og alveg lausar við öll quiz og leiki sem Facebook er farið að snúast mikið um. Síða hvers Twitter notanda sýnir hans síðustu færslur sem hann hefur sett inn og hver færsla getur verið allt að 140 stafa löng. Twitter er þess vegna einhversskonar mini-blogg síða eða status-update síða.
Margar stjörnur hafa búið til sínar twitter síður þar sem þær senda inn reglulega fréttir úr lífi þeirra og má þar á meðal nefna Perez Hilton , Schwarzenegger , Stephen Fry , Kelly Osbourne til að nefna einhverja.
Hægt er að vera "follower" þeirra sem nota Twitter og maður svo skoðað Tweets frá þeim sem maður er að fylgja eftir þegar maður skráir sig inná Twitter síðuna sína. Einnig er svo hægt að kommenta á Twitt vina sinna.
Twitter-conceptið er svoldið flókið þegar maður er að skoða Twitter síður annarra en þetta verður allt frekar ljóst þegar maður er farinn að fylgja fólki eftir og farinn að Twitta sjálfur svo þið verðið bara að prufa að skrá ykkur
Facebook er líka orðið Twitter-vænt. Hægt er að setja inn Twitter-blogg inna facebook síðunni sinni sem breytir sjálfkrafa status update-i Facebook síðunnar (einnig hægt að loka á þann fítus) en það er þá fínt fyrir þá sem finnst Twitter flækja málin of mikið og stressast yfir að vera að nota 2 síður í einu :)
Jæja, sammála mér eða ekki þá er þetta eins og ég skil Twitter ...
(hér efst á síðunni til hægri getið þið síðan séð síðustu Twitter-bloggin mín)
Enjoy !
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)