Aðlögunin (eins og litlu börnin á leikskóla) hófst á aðfaranótt þriðjudagsins og ég fór aftur á morgunvakt í morgun og byrjaði vaktin á almennri kynningu á deildinni og þá með aðaláherslum á störfum hjúkrunarfræðinga. Þeir sem þekkja eitthvað til slysó þá er þetta AFSKAPLEGA ruglandi, caotic, stór, mannmörg og hröð deild svo að það er margt sem við kunnum og vitum ekki þó svo að við vitum orðið alveg heilan helvítis helling. Lyfjablandanir fyrir paracetamol eitrun, lyfjablandanir við krampa og lyfjablandanir við blóðtappa. já... allt alveg helvíti flókið skal ég segja ykkur! (amk þessar lyfjablandanir sem við VERÐUM að hafa á hreinu)
það er svo líka örlítið skrítið að sjá nafnið manns standi uppá skjáborðinu inná Fjarskiptaherbergi
eitt þarf maður svo líka að venjast. Taka á móti fólki sem maður actually þekkir. Þarna í gegn koma auðvitað 70 þúsund manns á ári ca svo að það er líklegt að maður þekki nokkra sem ganga þarna í gegn ;)
Síðasta helgi var !BUSY! Eftir að hafa skreiðst heim úr próflokafyllerís-bústaðnum á föstudeginum keyrði ég til Víkur og fór á æfingu með Fúsa fyrir Eurovisionkvöldið á laugardeginum og fór að sofa eins SNEMMA og ég gat þar sem morguninn eftir var ræs kl 07:00 til að fara að hita upp röddina því að Ég og Egill (kærastinn hennar Mattýar) höfðum verið beðin um að frumflytja frumsamið lag sem gefa átti Rauða krossi Íslands á aðalfundi hans í íþróttahúsinu. Flutningurinn tókst svo rosalega vel að ég og Egill roðnuðum niðrí litlutær þegar fólk stóð allt á fætur og klappinu ætlaði aldrei að linna og vel mátti glitta í tár í augnhvörmum nokkurra. Ég get svo svarið það. Aldrei hef ég verið jafn vandræðaleg á sviði!
í hádeginu og aðeins fram eftir degi tókum við upp demo af laginu svo að ef þið viljið heyra, endilega verðið bara í bandi ;)
kvöldið á kaffinu hófst fyrir 12 og byrjaði vel vel vel veeeeel... Fólk var farið að syngja með og fjöldinn allur mættur. Nóttin leið þannig að fólk söng af öllum lífs og sálar kröftum með flestum lögum, dansgólfið var fullt og gólfið titraði undir fótstöppum fólksins. jess.. svona á þetta að vera !
Greinilegt var samt á 2 Snöfsum að þeir voru ekki í æfingu þar sem ég var orðin frekar raddlítil eftir þennan 20 tíma söngdag og Fúsi emjaði undan verkjum í fingurgómunum. Tóm bjórglös sem eitt sinn geymdu bjór eru ástæða þess að við héldum áfram brosandi í þvílíku stuði alveg til rúmlega 3.
plan vikunnar er lítið og er farið að minnka þar sem á morgun er fimmtudagur plús að Viðar er að vinna alla vikuna og ég á morgunvöktum svo að ég nýt sólarinnar seinni partinn á svölunum og dunda mér að ganga frá þeim hlutum sem sátu pikkfastir á hakanum í prófatíðinni þangað til að hann kemur heim. gott plan ?
Engin ummæli
Skrifa ummæli
Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)