sunnudagur, 3. maí 2009

oh deeem

Er búin að fresta því næstum óendanlega að fara að blogga. Það er bara frekar lítið að gerast sem ég nenni að skrifa um. En síðasta fimmtudag fórum ég og Viðar til Víkur á Raularann og hann var nú alveg fínn en ballið EKKI eins fínt. Ég held að næsta ár verði að ráða inn einhverja vinsæla ballhljómsveit svo að einhver a) nenni að koma b) nái að skemmta sér.

Er búin að vera í stöðugu partý á Slysó á næturvöktum um helgina. Næturvaktir þar eru svoldið skemmtilegar þar sem að enginn þarf að hvísla og venjuleg næturstörf eins og að mæla blóðþrýsting kl 6 og læðast með sýklalyf innan um sofandi fólk, gera upp vökvaskrár og fleira er ekki inní plani næturinnar heldur er þetta bara svipað og daginn nema færri sjúklingar oftast. Það gerir líka næturvaktir mun bærilegri þegar það fer að birta kl 4 eins og er farið að gera.

fyrsta prófið er á fimmtudaginn og ég er ekki ennþá orðin yfirþyrmandi stressuð og samfara því er lesturinn ekki orðinn yfirþyrmandi langur á hverjum degi þó svo að hver dagur snúist mest megnis um að vera að reyna að læra með misjöfnum árangri ..

until next

c ya

-p.s. Heyrst hefur að Fúsi er alveg jafn spenntur og ég fyrir kaffihúsaspileríinu á Eurovisionkvöldinu 16. maí ;)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus3:18 e.h.

    Gangi þér vel í prófunum Ragna og mér líður mun betur að vita af þér á slysó ef eitthvað myndi nú gerast.... 7 9 13

    Kveðja frá Selfossi
    Lóló

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig