sunnudagur, 22. febrúar 2009

Sat í gær og söng þetta... og hugsaði "já, þetta er einmitt eins og mér líður"

Það liggur svo makalaust ljómandi'á mér,

mér líkar svo vel, hvernig heimurinn er,

mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart

og langar að segja svo dæmalaust margt.

:,: Hæ dúllía! dúllía! dúllía! dei! :,:

mér sýnist allt lífið svo ljómandi bjart

og langar að segja svo dæmalaust margt.Það skilst varla hjá mér eitt einasta orð,

mér sýnist allt hringsnúast; stólar og borð.

Minn hattur er týndur og horfið mitt úr.

Ég held ég sé kominn á sjóðandi túr.

:,: Hæ! dúllía! dúllía! dúllía! dei! :,:

Minn hattur er týndur og horfið úr.

Ég held ég sé kominn á sjóðandi túr.Samt líð ég hér áfram í indælisró,

í "algleymis" dillandi "löngunarfró".

Já, þetta er nú "algleymi", ef "algleymi" er til,

því ekkert ég man eða veit eða skil.

:,: Hæ! dúllía! dúllía! dúllía! dei! :,:

Já, þetta er nú "algleymi", ef "algleymi" er til,

því ekkert ég man eða veit eða skil.
SHARE:

3 ummæli

 1. Nafnlaus11:51 f.h.

  Giska á að þú hafir skemmt þér á blótinu ;o)
  Kv. Solveig

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus10:52 e.h.

  þó þú röflir svona dæmalaust margt þá skilst ekkert hvað þú ert að bulla stelpa. enda manstu ekkert, veist ekkert og skilur ekki baun í bala.
  þú verður að fara að minnka djammið niður í þrjú kvöld í viku stelpurófa enda orðin alltof gömul í svona.
  og ráðsett já. líka það.
  mundu það og skildu. jebbs.

  arnar

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus11:38 f.h.

  oooo aaarrrggggggg Ragna þetta er í annað skipti sem ég fer inn á síðuna á stuttum tíma og alltaf fæ ég þetta helvítis lag á heilan eftir að hafa kíkt hingað inn.... nú fer ég ekki hingað inn aftur fyrr en þú auglýsir nýtt blogg :)
  kv. Systa

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig