fimmtudagur, 12. febrúar 2009

bakstur..

er að baka girnilega sítrónu og bláberja köku til að taka með á síðasta daginn í verknámi.. í næstu viku fer ég á Klepp í verknám og verð þar á deild 15 sem er "lokaða deildin", sumsé, enginn er þar nema sviptur sjálfræði og hlakka ég þokkalega mikið til að sjá hvernig fólk er þar inni... Eins og er þá hef ég ekki séð mörg einkenni geðsjúkdóma en börnin á BUGL eru algert æði. Hélt ekki að ég gæti tengst þeim á einhvern hátt á þessum stutta tíma en mér finnst eiginlega hálf leiðinlegt að geta ekki fylgt þeim eftir áfram.

Spurning er hvort að það verði eins mikið um fundi á Kleppi og er á BUGL en ég hef verið að fara frá 2 uppí 6 fundi á einum degi. Fyrstu 2 dagana var ég líka svo þreytt allan daginn að ég setti persónulegt met í kaffidrykkju, bæði vegna þess að ég hélt ekki athyglinni og það var þreytandi að sitja og segja ekki orð, fund eftir fund (ólíkt mér) og að mér er krónískt kalt á að sitja svona kyrr.

Plan helgarinnar er að ég er jafnvel að fara út að borða annað kvöld og svo er afmæli hjá Jónsa sem verður með BLEIKU þema..
spurningin er, á ég að fara í bleikum kjól og vera bleikari en allt eða kaupa mér bleika plast-perluhálsmen? hmm....

á sunnudaginn ætla ég að fara austur (læt Viðar um aksturinn... LOFA) og það eldsnemma fyrir hádegi og hann ætlar að flísaleggja þvottahúsið hjemme på og verðum við f austan örugglega fram á mán/þrið.

hressandi líf mar og endalaust mikið að gera (makes life worth it) :-)

heyrið í mér ef þið ætlið niðrí bæ á laugardaginn
SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus1:26 f.h.

  knús á þig sæta mín... bara pínu að kvitta...lov u...Systa
  p.s. gangi þér vel á klepp mér, finnst það rosa spennó langar að prufa að vinna með geðfötluðum...kiss kiss og útaf ;)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus10:19 f.h.

  Ég ætla í pallapartý á nasa á laugardag... ;) Læturðu ekki sjá þig þar sæta... :)

  Hildur

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig