mánudagur, 26. janúar 2009

blogga yfir fréttunum

nei ætla alls ekki að blogga um fréttirnar. þið getið lesið um þær á öðrum síðum.

Þorrablót Víkurbúa var haldið í Leikskálum á laugardaginn. Ég verð nú að viðurkenna, ég, sem er aalveg að verða 24 ára, að ég sé orðin frekar þreytt að lenda á "krakkaborði" lengst úti í sal. Í þetta sinn var þetta engin undantekning, þar sem mér var troðið ásamt öðru ungu fólki í vestur-salinn á Leikskálum, þar sem svo gjörsamlega ómögulegt var að sjá á sviðið að við nenntum varla að horfa á skemmtiatriðin. Í skaðabót fyrir að vera ekki skrifuð með foreldrum okkar á miða eða öðrum eldri en okkur var okkur einnig úthlutað að verða síðust að borða, sem var kl 25 mínutur YFIR 10 . . . rúmum 50 mínutum á eftir fyrsta borði :( 
það var ansi fúlt að horfa á fólk labba af þorraborðinu búið að fara ferð númer 2 þegar það kom að okkur. Ekki horfðum við á sviðið meðan við biðum þar sem við sáum ekkert, þess í stað þá létum við nammi sem Þorbjörg var með í töskunni duga okkur sem einhver sárabót fyrir 5200 karlinn sem okkur fannst ekki vera nánda nærri virði þess sem þetta þorrablót var okkur. frekar leiðinlegt. 

Næsta ár annað hvort fer ég ekki eða skrái mig í einhverja fjölskyldumafíu sem virðist frekar títt vera fyrir miðjum sal á þeim langborðum. Ekki útí horni !

skemmtiatriðin voru góð, þau sem voru. Fyrir utan öll hléin sem voru á milli þeirra og misstu þau alltaf flugið sem þau voru komin á í hverju atriði. Ég og Þorbjörg settumst upp á billjard-borðið í horninu til að sjá eitthvað, en hinir á borðinu virtust ekki nenna að sitja eins og rjúpa á staur og reyna að sjá yfir mannhafið. 

Hef litlar áhyggjur af Eyrarlandsblótinu þar sem húsið er nú það lítið að það sjá allir þó að það sé auðvitað mis-vel. Ég er líka ekki persónulega skráð fyrir þeim miða (krakkaskrattinn sjálfur) heldur ætla ég að treysta á að foreldrar mínir fái úthlutaða fullorðinsmiða. 


SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus9:38 e.h.

    Vertu bara fegin að vera ekki á Single borðinu þar er mjög SAD bara búið að merkjan mann fyrir ballið....

    Rannveig

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig