laugardagur, 24. janúar 2009

Þorrinn...

Það er alltaf alveg djöfull mikið að gera á þorranum. Allar helgar planaðar ( jább, fram í mars ) og hverja helgi er einhver viðburður þar sem áfengi verður (að vera (?) ) um hönd.

Þar sem fyrsta helgi i Þorra er núna og þess vegna er vel við hæfi að byrja Þorrann á Þorrablóti Víkurbúa sem metaðsókn er á þetta árið.  Gerviaugnhárin og sléttujárnið komu með í "sveitina" og býst égvið að enda berrössuð á tánum í gömludösnunum með gömlu körlunum einhverntíman uppundir 3 í nótt. Kannski ég dansi við brósa líka, svona þar sem ég tók hann í svo góða danskennslu í fyrra. 

ætla að snarla eitthvað núna svo ég éti ekki allan heiminn og yfir mig af harðfiski í kvöld kl 9. 

gúddbæ

Ragna
SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus2:28 e.h.

  tilkynni að þér er ekki viðbjargandi nema að þú skráir þig þarna í grafarvognum strax mánudagsmorgun.
  og ég skil fullkomlega hversvegna allar íbúðir í stúfholti og flestar í nágrenni eru komnar á sölu.
  mistök að gefa þér ekki tólfspora bókina í jólagjöf. hvenær áttu afmæli?

  arnar

  SvaraEyða
 2. ég á afmæli 19. feb

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig