sunnudagur, 11. janúar 2009

rænd...

æðislegt..

það var farið í töskuna mín á skemmtistað niðrí bæ... þar sem hún var á barborðinu svona svo til hliðina á mér...

tekið þaðan myndavélin mín (kostar 60 þús í Nýherja takk fyrir !) fór á Hlöllabáta eftir djammið og  ætlaði  í leiðinni að taka mynd... opnaði veskið og engin var myndavélin. 
ég mundi eftir að hafa tekið mynd á Apótekinu þegar ég og Þórey tókum skot númer 4 ? 5 ? 6 ? (á svolitlum tíma þó.. og ekki á sama stað... ) ég fór því á apótekið og fann ekki myndavélina mína þar en lét þó Gunna ská-frænda hafa nr mitt ef ske kynni að hún myndi finnast. Mér fannst líklegast ÞÁ að ég hefði sett myndavélina á borðið og gleymt að setja hana í veskið aftur, sem var nú frekar lame af mér þar sem ég er alltaf með myndavélina í þessu veski og hef aldrei gleymt að setja hana þangað aftur.

g  Þegar ég var á leiðinni ætlaði ég að finna til kortið mitt til að borga leigarann þá sá ég að það vantaði líka... GREAT... því hafði s.s verið stolið... og draumurinn um að ég hefði gleymt myndavélinni á barborðinu orðinn ansi dapur. 

Ég hringdi því í Reiknistofu bankanna og lokaði kortinu hið snarasta. 

þegar ég var komin að dyrunum heima hringdi ég svo í Viðar og grenjaði í honum hve ómögulegt allt saman væri.. fyrst að missa allar myndir út af tölvunni þegar Harði diskurinn krassaði með stæl um jólin og núna myndavélin farin ... hann var nokkuð góður í að stappa í mig stálinu þó að hann væri steinsofandi og klukkan langt gengin í geðveiki

ég komst svo að því á laugardagsmorguninn að búið var að taka 8600 út af kortinu á Apótekinu. 
Helvítis ósvífnaður á liðinu/honum/henni ! 

laugardagurinn fór í ógeðslegan bömmer, þynnku, pirring, illsku, reiði, depurð... já u figure it out.

þramma niður á löggustöð á morgun og legg fram kæru. 

alveg brjáluð ! 

p.s.

skil engan veginn og alls ekki af hverju iphone-inn var ekki tekinn úr töskunni líka...

ALLS ekki !


SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig