mánudagur, 5. janúar 2009

Skólnn hefst á morgun og þetta eru áfangar ársins

HJÚ601G Geðhjúkrun og geðheilbrigði

Námskeiðslýsing
Í námskeiðinu er fjallað um ýmsa þætti geðheilbrigðis og helstu geðraskanir meðal fullorðinna og barna, tíðni, greiningu og meðferðarleiðir. Farið verður yfir meginkenningar og hugtök sem geðhjúkrun byggir á sem og mismunandi nálganir í geðvernd og geðheilbrigðisþjónustu. Fjallað er sérstaklega um hlutverk hjúkrunarfræðinga í forvörnum, meðferð og endurhæfingu einstaklinga með geðræn vandamál. Í verknáminu, sem fer fram á heilbrigðisstofnunum, gefst nemendum tækifæri til að beita fræðilegri þekkingu við mat og hjúkrunarmeðferð einstaklinga undir handleiðslu fagfólks á sviðinu . Nemendur vinna jafnframt klínísk námsverkefni með leiðsögn deildar- og sérfræðikennara.

HJÚ602G Öldrunarhjúkrun

Námskeiðslýsing
Í námskeiðinu er fjallað um öldrun, efri ár, hlutverk og stöðu aldraðra, viðhorf til þeirra í kjölfar hækkandi lífaldurs, öldrunarbreytingar, heilbrigði og vellíðan á efri árum. Í klínísku námi fá nemendur tækifæri til að kynnast og vinna með öldruðum, sem njóta mismunandi forma á þjónustu, s.s. á dagdeildum, í félags- og kirkjustarfi og á öldrunarsviði LSH. Áhersla er lögð á að nemendur fái innsýn í þá möguleika og ábyrgð, sem hlutverk hjúkrunarfræðinga felur í sér í þjónustu við aldraða og fjölskyldur þeirra.

HJÚ604G Hjúkrunarstjórnun

Námskeiðslýsing
Markmið með námskeiðinu er að nemendur öðlist þekkingu á hugtökum og kenningum í stjórnun og notagildi þeirra í hjúkrunarstarfi. Þekki almennt skipulag og uppbyggingu heilbrigðisstofnana. Klínísk kennsla í hjúkrunarstjórnun fer fram á sjúkrahúsum. Nemendur vinna skilgreind klínísk verkefni og taka þátt í umræðufundum.

HJÚ603G Endurlífgun

Námskeiðslýsing
Námskeiðinu er ætlað að efla kunnáttu og viðbrögð í bráðaaðstæðum og er námskeiðið liður í forkröfu fyrir námskeið bráða- og gjörgæsluhjúkrun á fjórða námsári.
Markmið með námskeiðinu er að nemendur verði hæfir til að vinna samkvæmt endurlífgunarkeðjunni: Hringja - hefja endurlífgun - gefa rafstuð eða tryggja að rafstuð sé gefið fljótt - tryggja sérhæfða aðstoð. Jafnframt stuðla að færni nemenda í að greina fyrstu einkenni alvarlegra veikinda. Námsþættir: Meðvitundarleysi, endurlífgun, aðskotahlutur í öndunarvegi, sjálvirkt hjartastuðtæki (AED) og hjartasjúkdómar.


og svo þarf ég að sækja skyndihjálparnámskeið
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig