laugardagur, 7. júní 2008

I danmark

hæbbsí hó

Ég er í afsakplega góðu fjöri hérna í Århus hjá Árúnu, Palla og Theu já og Þráinn er hérna víst líka :)

fórum í rosalega langa ferð þegar við komum hingað, en við vorum komin út á völl um kl 23 á miðvikudagskvöldið, flugið okkar var kl 01.00 á fimmtudagsnóttina og lentum í Danmörku kl 06.15 að staðartíma í Kastrup, frekar ósofin. kl 07.40 áttum við bókaða lestarmiða til Århus og ætti tæplega einn og hálfur tími að vera feikinógur til þess að komast úr flugvélinni, ná í farangurinn og koma sér út í lest en allt getur breyst og bilaði farangursfæribandið svo að við biðum í klst og korter eftir farangrinum og RÉTT náðum lestinni... (smá stress sko) lestin var ágæt á meðan við dottuðum af þreytu mest alla leiðina og hlustuðu á ipodana. kl rúmlega 12 að staðartíma vorum við komin til Árúnar sem tók vel á móti okkur og við fórum í bakarí á leiðinni til að seðja mesta hungrið í syfjuðu fuglunum :) Restina af deginum lágum við í smá sólbaði í stóra bakgarðinum hérna í Århus, Palli grillaði svo góðar kjúllabringur sem við smjöttuðum á og drukkum ennþá meiri Carlsberg og sofnuðum svo FAST þegar lagst var í rúmið.

Föstudagsmorguninn vöknuðum við svoldið snemma miðað við íslendingana sem voru ósofnir og ennþá á íslenskum tíma, við fengum svo far með Palla niður á Strik hérna í miðbænum og fengum okkur gríðargóðan morgunmat á kaffihúsi sem sést seinna á myndunum. Allan daginn röltum við um miðbæ Århus, klifjuð h&m pokum og öðru sniðugu dóti. Skemmtilegt að segja frá því er að við versluðum í ÖLLUM h&m búðunum hérna sem eru 5 !!! :)
Ég passa greinilega í buxur hér í bæ og á eftir að kaupa mér eitt stk vonandi ...

hey, ég fann línuskauta sem kosta bara 9600 og held að það sé án efa málið að skella sér á eitt par áður en ég fer heim ! hver er geim ?!

á föstudagskvöldinu var svo íslenskt innflutningspartý hér hjá litlu fjölskyldunni og þar var ekkert slor sett á grillið ! það var íslenskt lambalæri og ss pulsur já takk! :) nokkrir fleirir íslendingar kíktu við og sátum með okkur úti í garðinum í kvöldsólinni og spjölluðum fram á kvöld.

Hver þarf að fara til sólarlanda þegar þeir geta farið til DK ? ! hér er búið að vera insanely gott veður, 27 gráður og smá gola. Fórum í skemmtigarð í dag sem var með fullt af hressilega skelfilegum tækjum sem strákarnir þorðu ekki í en við stelpurnar æddum í allar raðir sem voru fyrir framan þessi tæki, ekki hræddar við neitt frekar en fyrri daginn:) (múhaha)
Seinnihluta dagsins vorum við svo í sundlaugarhluta garðsins þar sem við fórum í rennibrautir og leiktæki og héldum áfram að brenna, við sem vorum á annað borð byrjuð á því :) Kvöldið var svo toppað með brjáluðum BÖRGER á grilli og stefnir í smá Bailey's drykkju, þeas ef við Árún komumst heilar úr ísklakaleiðangrinum sem við erum að fara í as we speak.

Ströndin á morgun ef veðrið verður svona gott ....

(ætla ekki að svekkja ykkur en það verður gott og jafnvel BETRA en í dag...)
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus11:50 e.h.

    Gaman að lesa........ sendið þið sól heim :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig