fimmtudagur, 26. júní 2008

aumi aumi rassinn minn...

bensínmótmælin mín standa yfir ennþá og fær rassinn minn aldeilis að finna fyrir því þar sem ég skondrast út um allan bæ á hjóli og ekkert minni ökuníðingur á 2 hjólum eins og ég er á 4 ...!!!

ég, Hildur og Þorbjörg mæltum okkur mót í sundlaug í dag og þar sem ég HARÐneitaði að fara í Versalalaugina í Kópavogi (vegna OF langrar hjólavegalengdar) þá sættumst við á Kópavogslaugina sem er orðin mjög flott eftir breytingarnar. Ég hjólaði því þangað, mætti eins og eldrautt jólaepli því að ekki er Reykjavík á sléttu undirlendi, án brekkna eða beygja... úffs... 
Eftir sundið og sólbaðið hjólaði ég aftur heim á leið og hitti Þorbjörgu svo á Santa Maria, Mexíkóskum stað á laugaveginum, hliðina á Hótel Frón... Þar er ansi fínn matur og ALLT undir 1000 krónum... Já. þessi máltíð hentaði bensínmótmælandanum á hjólinu bara skrambi vel :)

Afturendinn minn er ekkert að gúddera allar þessar hjólaferðir í allan dag, enda er ég meira og minna búin að vera á ferðinni síðan 10 í morgun. þetta er æðislegt samt ! mæli með þessu!! :)
SHARE:

3 ummæli

 1. jei! Santa Maria er snilld... :-)

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus10:58 e.h.

  vá hvað þú ert öflug að hjóla um allann bæ!! Maður nennir ekki einu sinni að hjóla á milli staða hérna í Víkinni:S
  Maður ætti náttla að taka þig til fyrirmyndar:P

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus6:11 f.h.

  þú ert dugnaðar forkur.. ertu búin að reikna út hvað þú ert búin að spara þér mikinn pening með þessu?

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig