ég, Hildur og Þorbjörg mæltum okkur mót í sundlaug í dag og þar sem ég HARÐneitaði að fara í Versalalaugina í Kópavogi (vegna OF langrar hjólavegalengdar) þá sættumst við á Kópavogslaugina sem er orðin mjög flott eftir breytingarnar. Ég hjólaði því þangað, mætti eins og eldrautt jólaepli því að ekki er Reykjavík á sléttu undirlendi, án brekkna eða beygja... úffs...
Eftir sundið og sólbaðið hjólaði ég aftur heim á leið og hitti Þorbjörgu svo á Santa Maria, Mexíkóskum stað á laugaveginum, hliðina á Hótel Frón... Þar er ansi fínn matur og ALLT undir 1000 krónum... Já. þessi máltíð hentaði bensínmótmælandanum á hjólinu bara skrambi vel :)
Afturendinn minn er ekkert að gúddera allar þessar hjólaferðir í allan dag, enda er ég meira og minna búin að vera á ferðinni síðan 10 í morgun. þetta er æðislegt samt ! mæli með þessu!! :)
jei! Santa Maria er snilld... :-)
SvaraEyðavá hvað þú ert öflug að hjóla um allann bæ!! Maður nennir ekki einu sinni að hjóla á milli staða hérna í Víkinni:S
SvaraEyðaMaður ætti náttla að taka þig til fyrirmyndar:P
þú ert dugnaðar forkur.. ertu búin að reikna út hvað þú ert búin að spara þér mikinn pening með þessu?
SvaraEyða