fimmtudagur, 17. apríl 2008

hæhæ...

ég ætla að blogga núna, því á eftir þá verð ég svo stressuð yfir að ég verði að vera með flotta fræðslukynningu handa hjúkrunarfræðingum á 12G tilbúna, helst í gær...

síðasti dagurinn minn í verknáminu á 12G er á morgun. Fegin að kauplausu tímabili er lokið :) en þetta er bara búið að vera svo ROSALEGA gaman að ég er búin að gleyma kaupleysinu af og til .. :) ætli ég muni ekki frekar eftir því 1./2. maí.

í tilefni síðasta dagsins ætlum við nemarnir, ég, Birna og Kolla að koma með kaffibrauð í sameigilegan flettifund sem er alltaf á föstudögum. Kolla kemur með álegg og eitthvað á brauð, Birna kemur með safaríkt og mjúkt brauð og ég er að baka bláberja-spelt muffins til að hafa með. 
Sat og glotti að mér áðan þegar ég lækkaði í útvarpstækinu til að þefa út í loftið og velta því fyrir mér hvort að muffins-ið væri tilbúið í ofninum :) 

um helgina er för minni heitið norður...  nánar tiltekið á Akureyri þar sem ég ætla að hitta mann og annan og nokkra fleiri til... ég og Kristín Halla (hjúkka) verðum samfó á einhverjum bíl (frá Brimborg?) norður og ég flýg svo sjálfsagt ein til baka á sunnudaginn. 
Það verður held ég margt brallað á Akureyri þó svo að ég viti minnst um það sjálf hvað planið er...  fyrir utan að ég er búin að suða um að fara í jólahúsið ;) 

hey já... ég sagði frá magaspegluninni sem var svo spennandi um daginn... við tókum myndir af okkur og stelpurnar geta ekki beðið eftir að sjá þær svo að ég ætla að skutla þeim hingað inn á eftir.
SHARE:

1 ummæli

  1. Nafnlaus3:27 f.h.

    Hvernig var með uppskriftina af muffinsinu finn það ekki á síðunni.
    Gætir þú sett hana inn.

    Kv Heiða 12-G

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig