þriðjudagur, 1. apríl 2008

ÉG MÓTMÆLI!

já og Kolla líka
:

Ég og Kolla hjóluðum sem leið lá niðrí miðbæ til að mótmæla háu bensínverði, ég reyndar hjólaði fyrst uppá bensínstöð efst á Laugaveginum og pumpaði í dekkin. Ég hitti svo Kollu á horninu á Klambratúni og Rauðarárstíg. 
Um leið og við komum á Lækjargötu blasti við okkur ENDALAUS röð af Jeppum og Vörubílum sem flautuðu viðstöðulaust. Þessi sjón var ekkert smá flott :) Loksins standa einhverjir saman í einhverju. Mikið djöfull vona ég nú að eitthvað gerist í bensín/olíumálum, auk hvíldartíma vörubílsstjóra (hafiði skoðað þessar fáránlegu reglur ? ) 

Við lögðum svo hjólunum, fórum á kaffihús, fegnum okkur Take-away latté og kexköku og töltum niður á Austurvöll í sólinni, með sólgleraugun, settumst á bekk og fylgdumst með því sem fór fram. Góður sumardagur :)

-langar að setja þessa mynd af mér sem var stolist til að taka á sunnudaginn úr símanum.. finnst hún svo "ég" ;) 


xxx

love your selves  
SHARE:

2 ummæli

 1. Nafnlaus11:01 f.h.

  þú ert svo sæt og fín, lítur svo vel út!! komst í vorfíling við að sja myndina af þer og kaffibollanum hehe :)

  Bogga

  SvaraEyða
 2. Nafnlaus8:16 e.h.

  gott að þetta var ekki aprílgabb ;)

  SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig