miðvikudagur, 9. apríl 2008

Ég vona að mig fari að hætta að dreyma svona illa... og það alltaf um sama málið... aftur og aftur og aftur...

þar sem ég vaknaði eldsnemma vegna draumsins þá hef ég haft það ansi náðugt hérna í morgun :) 
Hlírabolur og náttbuxur eru föt dagsins og er ég núna vopnuð tusku, búin að þurrka af allsstaðar og taka til.. í millitíðinni útbjó ég spagetti bolognese (skipti reyndar út spagetti fyrir spelt skeljar) í hádeginu þar sem engu var til sparað. Auðvitað bjó hagsýna Ragna til nóg svo nú get ég farið með nesti í hádegið á morgun uppá 12G OG fryst til seinni tíma... Ég nenni nú ekki að sjóða niður rauðvín og gera allt þetta á HVERJUM degi... 

ég tók líka þetta strumpapróf sem allir eru að taka þessa dagana




jáh... þetta hljómar bara eins og stjörnuspáin fyrir fiskinn svona oftast... kannski er ég meiri fiskur en ég hef viljað viðurkenna
SHARE:

Engin ummæli

Skrifa ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig